Leikarinn Daniel Radcliffe missti næstum því af hlutverki Harry Potters í samnefndum kvikmyndum því foreldrar hans vildu ekki hleypa honum í prufu fyrir þær.
Radcliffe er orðinn einn kunnasti ungi leikarinn í heiminum í dag eftir að hafa leikið aðalpersónuna í öllum átta Harry Potter-myndunum. Í nýlegu viðtali sagði hann að minnstu hefði mátt muna að hann missti af hlutverkinu. Leikstjórinn Chris Columbus hafði séð hann leika og vildi fá hann í prufu: „Hann talaði við foreldra mína en þá var hugmyndin að gera samning upp á sex kvikmyndir sem allar yrðu gerðar í LA. Mamma og pabbi sögðu einfaldlega að það væri of mikil truflun á lífi mínu og höfnuðu þessu. Ég vissi ekki einu sinni af þessu,“ segir hann.
„En svo, þremur eða fjórum mánuðum seinna, var búið að breyta samningnum í tvær myndir sem gerðar yrðu á Englandi og þá sögðu þau já. Þannig byrjaði þetta,“ sagði Radcliffe.
Missti næstum af Potter

Mest lesið

Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun
Tíska og hönnun


Bakið er hætt að hefna sín
Lífið samstarf



Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit
Lífið samstarf



