Frábær sigur hjá íslensku stelpunum - unnu stórlið Svartfellinga Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 16:15 Mynd/Pjetur Íslenska þjóðin fékk fyrstu alvöru jólagjöfina frekar snemma á þessu ári. Fyrsti leikur kvennalandsliðs Íslands á heimsmeistaramóti frá upphafi fer beint í sögubækurnar. Með 22-21 sigri Íslands gegn Svartfjallandi gáfu „stelpurnar okkar" skýr skilaboð til allra. Þær eru ekkert að grínast með þetta. Þær eru góðar, sterkar og með hugarfar sem gæti fleytt þeim langt á þessu heimsmeistaramóti í Brasilíu. Það voru rétt um 25 manns sem höfðu virkilega trú á því að Ísland gæti unnið Svartfjallaland hér í fyrsta leiknum á HM. Leikmenn, þjálfarar og fylgdarliðið. Aðrir og þar á meðal ég, höfðu ekki trú á því að íslenska liðið gæti unnið eitt sterkasta landslið heims á þessum tímamótum. Ágúst Jóhannsson þjálfari spilaði út sínum trompum í leiknum og hinn þaulreyndi Dragan Adzic þjálfari Svartfjallands sat sem furðulostinn eftir leik. Hann trúði því ekki sem hann hafði séð og upplifað. Íslenska liðið kom gríðarlega vel undirbúið til leiks og spennustigið var rétt stillt. Karen Knútsdóttir skaut strax á markið í fyrstu sókninni, það fór framhjá. Hún hélt bara áfram og skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi á 3. mínútu. Nafn hennar er því komið í sögubækurnar líkt og nafn stórskyttunnar Gunnlaugs Hjálmarssonar sem skoraði fyrsta mark karlalandsliðsins á HM árið 1958.Mynd/PjeturVarnarleikur Íslands var magnaður frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hver einasti leikmaður skilaði sínu hlutverki. Og þessi góða byrjun hafði jákvæð áhrif á liðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður sló bara í gegn í sínum fyrsta leik á stórmóti. Hún varði alls 16 skot og var með 46% nýtingu. Frábær innkoma hjá Guðný. Eins og áður segir var andlegi þátturinn í lagi hjá Íslandi. Eitt besta dæmið um það kom undir lok fyrri hálfleiks þar sem Stella Sigurðardóttir féll í gólfið eftir samstuð við varnarmann. Stella lá aðeins á eftir og virtist hafa slasast en hún hristi að af sér, fór út fyrir punktalínuna og dúndraði bara boltanum í markið í næstu sókn. Ekkert kjaftæði. „Ég var ekki búinn að eiga minn besta leik fram að því. Ég reis bara upp og ákvað að gera mitt besta og halda áfram," sagði Stella sem skoraði 3 mörk í leiknum. Áður höfðu þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir, smurt boltanum í skeytin, með þrumuskotum.Mynd/PjeturStaðan var 11-10 fyrir Ísland í hálfleik. Baráttan hélt áfram og liðin skipust á að taka forystu. Margir héldu að að Ísland myndi gefa eftir þegar vítakast fór forgörðum í stöðunni 15-14 og Svartfellingar manni færi. Það gerðist ekki og fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir dúndraði boltanum í markið og jafnaði 15-15 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Hrafnhildur fór á kostum í leiknum og hún sýndi kjark með því að brjóta frekar illa af sér á 52. mínútu. Beint rautt spjald og hún gæti fengið leikbann gegn Angóla á morgun. „Þetta var klaufalegt af mér. Ég átti ekki að gera þetta og nagaði bara eitthvað handrið þarna í stúkunni það sem eftir var leiks. Ég er allavega komin í sögubækurnar fyrir fyrsta rauða spjaldið á HM," sagði Hrafnhildur. Lokamínútur leiksins voru magnaðar. Ísland náði fjögurra marka forskoti með marki sem Karen Knútsdóttir skoraði, 22-18. Svartfjallaland náði að minnka muninn í 22-21 þegar ein mínúta var eftir. Síðasta sókn Íslands stóð yfir í um 45 sekúndur og náðu Íslendingar að landa sögulegum og sætum sigri. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Íslenska þjóðin fékk fyrstu alvöru jólagjöfina frekar snemma á þessu ári. Fyrsti leikur kvennalandsliðs Íslands á heimsmeistaramóti frá upphafi fer beint í sögubækurnar. Með 22-21 sigri Íslands gegn Svartfjallandi gáfu „stelpurnar okkar" skýr skilaboð til allra. Þær eru ekkert að grínast með þetta. Þær eru góðar, sterkar og með hugarfar sem gæti fleytt þeim langt á þessu heimsmeistaramóti í Brasilíu. Það voru rétt um 25 manns sem höfðu virkilega trú á því að Ísland gæti unnið Svartfjallaland hér í fyrsta leiknum á HM. Leikmenn, þjálfarar og fylgdarliðið. Aðrir og þar á meðal ég, höfðu ekki trú á því að íslenska liðið gæti unnið eitt sterkasta landslið heims á þessum tímamótum. Ágúst Jóhannsson þjálfari spilaði út sínum trompum í leiknum og hinn þaulreyndi Dragan Adzic þjálfari Svartfjallands sat sem furðulostinn eftir leik. Hann trúði því ekki sem hann hafði séð og upplifað. Íslenska liðið kom gríðarlega vel undirbúið til leiks og spennustigið var rétt stillt. Karen Knútsdóttir skaut strax á markið í fyrstu sókninni, það fór framhjá. Hún hélt bara áfram og skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi á 3. mínútu. Nafn hennar er því komið í sögubækurnar líkt og nafn stórskyttunnar Gunnlaugs Hjálmarssonar sem skoraði fyrsta mark karlalandsliðsins á HM árið 1958.Mynd/PjeturVarnarleikur Íslands var magnaður frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hver einasti leikmaður skilaði sínu hlutverki. Og þessi góða byrjun hafði jákvæð áhrif á liðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður sló bara í gegn í sínum fyrsta leik á stórmóti. Hún varði alls 16 skot og var með 46% nýtingu. Frábær innkoma hjá Guðný. Eins og áður segir var andlegi þátturinn í lagi hjá Íslandi. Eitt besta dæmið um það kom undir lok fyrri hálfleiks þar sem Stella Sigurðardóttir féll í gólfið eftir samstuð við varnarmann. Stella lá aðeins á eftir og virtist hafa slasast en hún hristi að af sér, fór út fyrir punktalínuna og dúndraði bara boltanum í markið í næstu sókn. Ekkert kjaftæði. „Ég var ekki búinn að eiga minn besta leik fram að því. Ég reis bara upp og ákvað að gera mitt besta og halda áfram," sagði Stella sem skoraði 3 mörk í leiknum. Áður höfðu þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir, smurt boltanum í skeytin, með þrumuskotum.Mynd/PjeturStaðan var 11-10 fyrir Ísland í hálfleik. Baráttan hélt áfram og liðin skipust á að taka forystu. Margir héldu að að Ísland myndi gefa eftir þegar vítakast fór forgörðum í stöðunni 15-14 og Svartfellingar manni færi. Það gerðist ekki og fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir dúndraði boltanum í markið og jafnaði 15-15 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Hrafnhildur fór á kostum í leiknum og hún sýndi kjark með því að brjóta frekar illa af sér á 52. mínútu. Beint rautt spjald og hún gæti fengið leikbann gegn Angóla á morgun. „Þetta var klaufalegt af mér. Ég átti ekki að gera þetta og nagaði bara eitthvað handrið þarna í stúkunni það sem eftir var leiks. Ég er allavega komin í sögubækurnar fyrir fyrsta rauða spjaldið á HM," sagði Hrafnhildur. Lokamínútur leiksins voru magnaðar. Ísland náði fjögurra marka forskoti með marki sem Karen Knútsdóttir skoraði, 22-18. Svartfjallaland náði að minnka muninn í 22-21 þegar ein mínúta var eftir. Síðasta sókn Íslands stóð yfir í um 45 sekúndur og náðu Íslendingar að landa sögulegum og sætum sigri.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira