Frábær sigur hjá íslensku stelpunum - unnu stórlið Svartfellinga Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 16:15 Mynd/Pjetur Íslenska þjóðin fékk fyrstu alvöru jólagjöfina frekar snemma á þessu ári. Fyrsti leikur kvennalandsliðs Íslands á heimsmeistaramóti frá upphafi fer beint í sögubækurnar. Með 22-21 sigri Íslands gegn Svartfjallandi gáfu „stelpurnar okkar" skýr skilaboð til allra. Þær eru ekkert að grínast með þetta. Þær eru góðar, sterkar og með hugarfar sem gæti fleytt þeim langt á þessu heimsmeistaramóti í Brasilíu. Það voru rétt um 25 manns sem höfðu virkilega trú á því að Ísland gæti unnið Svartfjallaland hér í fyrsta leiknum á HM. Leikmenn, þjálfarar og fylgdarliðið. Aðrir og þar á meðal ég, höfðu ekki trú á því að íslenska liðið gæti unnið eitt sterkasta landslið heims á þessum tímamótum. Ágúst Jóhannsson þjálfari spilaði út sínum trompum í leiknum og hinn þaulreyndi Dragan Adzic þjálfari Svartfjallands sat sem furðulostinn eftir leik. Hann trúði því ekki sem hann hafði séð og upplifað. Íslenska liðið kom gríðarlega vel undirbúið til leiks og spennustigið var rétt stillt. Karen Knútsdóttir skaut strax á markið í fyrstu sókninni, það fór framhjá. Hún hélt bara áfram og skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi á 3. mínútu. Nafn hennar er því komið í sögubækurnar líkt og nafn stórskyttunnar Gunnlaugs Hjálmarssonar sem skoraði fyrsta mark karlalandsliðsins á HM árið 1958.Mynd/PjeturVarnarleikur Íslands var magnaður frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hver einasti leikmaður skilaði sínu hlutverki. Og þessi góða byrjun hafði jákvæð áhrif á liðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður sló bara í gegn í sínum fyrsta leik á stórmóti. Hún varði alls 16 skot og var með 46% nýtingu. Frábær innkoma hjá Guðný. Eins og áður segir var andlegi þátturinn í lagi hjá Íslandi. Eitt besta dæmið um það kom undir lok fyrri hálfleiks þar sem Stella Sigurðardóttir féll í gólfið eftir samstuð við varnarmann. Stella lá aðeins á eftir og virtist hafa slasast en hún hristi að af sér, fór út fyrir punktalínuna og dúndraði bara boltanum í markið í næstu sókn. Ekkert kjaftæði. „Ég var ekki búinn að eiga minn besta leik fram að því. Ég reis bara upp og ákvað að gera mitt besta og halda áfram," sagði Stella sem skoraði 3 mörk í leiknum. Áður höfðu þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir, smurt boltanum í skeytin, með þrumuskotum.Mynd/PjeturStaðan var 11-10 fyrir Ísland í hálfleik. Baráttan hélt áfram og liðin skipust á að taka forystu. Margir héldu að að Ísland myndi gefa eftir þegar vítakast fór forgörðum í stöðunni 15-14 og Svartfellingar manni færi. Það gerðist ekki og fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir dúndraði boltanum í markið og jafnaði 15-15 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Hrafnhildur fór á kostum í leiknum og hún sýndi kjark með því að brjóta frekar illa af sér á 52. mínútu. Beint rautt spjald og hún gæti fengið leikbann gegn Angóla á morgun. „Þetta var klaufalegt af mér. Ég átti ekki að gera þetta og nagaði bara eitthvað handrið þarna í stúkunni það sem eftir var leiks. Ég er allavega komin í sögubækurnar fyrir fyrsta rauða spjaldið á HM," sagði Hrafnhildur. Lokamínútur leiksins voru magnaðar. Ísland náði fjögurra marka forskoti með marki sem Karen Knútsdóttir skoraði, 22-18. Svartfjallaland náði að minnka muninn í 22-21 þegar ein mínúta var eftir. Síðasta sókn Íslands stóð yfir í um 45 sekúndur og náðu Íslendingar að landa sögulegum og sætum sigri. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Íslenska þjóðin fékk fyrstu alvöru jólagjöfina frekar snemma á þessu ári. Fyrsti leikur kvennalandsliðs Íslands á heimsmeistaramóti frá upphafi fer beint í sögubækurnar. Með 22-21 sigri Íslands gegn Svartfjallandi gáfu „stelpurnar okkar" skýr skilaboð til allra. Þær eru ekkert að grínast með þetta. Þær eru góðar, sterkar og með hugarfar sem gæti fleytt þeim langt á þessu heimsmeistaramóti í Brasilíu. Það voru rétt um 25 manns sem höfðu virkilega trú á því að Ísland gæti unnið Svartfjallaland hér í fyrsta leiknum á HM. Leikmenn, þjálfarar og fylgdarliðið. Aðrir og þar á meðal ég, höfðu ekki trú á því að íslenska liðið gæti unnið eitt sterkasta landslið heims á þessum tímamótum. Ágúst Jóhannsson þjálfari spilaði út sínum trompum í leiknum og hinn þaulreyndi Dragan Adzic þjálfari Svartfjallands sat sem furðulostinn eftir leik. Hann trúði því ekki sem hann hafði séð og upplifað. Íslenska liðið kom gríðarlega vel undirbúið til leiks og spennustigið var rétt stillt. Karen Knútsdóttir skaut strax á markið í fyrstu sókninni, það fór framhjá. Hún hélt bara áfram og skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi á 3. mínútu. Nafn hennar er því komið í sögubækurnar líkt og nafn stórskyttunnar Gunnlaugs Hjálmarssonar sem skoraði fyrsta mark karlalandsliðsins á HM árið 1958.Mynd/PjeturVarnarleikur Íslands var magnaður frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hver einasti leikmaður skilaði sínu hlutverki. Og þessi góða byrjun hafði jákvæð áhrif á liðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður sló bara í gegn í sínum fyrsta leik á stórmóti. Hún varði alls 16 skot og var með 46% nýtingu. Frábær innkoma hjá Guðný. Eins og áður segir var andlegi þátturinn í lagi hjá Íslandi. Eitt besta dæmið um það kom undir lok fyrri hálfleiks þar sem Stella Sigurðardóttir féll í gólfið eftir samstuð við varnarmann. Stella lá aðeins á eftir og virtist hafa slasast en hún hristi að af sér, fór út fyrir punktalínuna og dúndraði bara boltanum í markið í næstu sókn. Ekkert kjaftæði. „Ég var ekki búinn að eiga minn besta leik fram að því. Ég reis bara upp og ákvað að gera mitt besta og halda áfram," sagði Stella sem skoraði 3 mörk í leiknum. Áður höfðu þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir, smurt boltanum í skeytin, með þrumuskotum.Mynd/PjeturStaðan var 11-10 fyrir Ísland í hálfleik. Baráttan hélt áfram og liðin skipust á að taka forystu. Margir héldu að að Ísland myndi gefa eftir þegar vítakast fór forgörðum í stöðunni 15-14 og Svartfellingar manni færi. Það gerðist ekki og fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir dúndraði boltanum í markið og jafnaði 15-15 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Hrafnhildur fór á kostum í leiknum og hún sýndi kjark með því að brjóta frekar illa af sér á 52. mínútu. Beint rautt spjald og hún gæti fengið leikbann gegn Angóla á morgun. „Þetta var klaufalegt af mér. Ég átti ekki að gera þetta og nagaði bara eitthvað handrið þarna í stúkunni það sem eftir var leiks. Ég er allavega komin í sögubækurnar fyrir fyrsta rauða spjaldið á HM," sagði Hrafnhildur. Lokamínútur leiksins voru magnaðar. Ísland náði fjögurra marka forskoti með marki sem Karen Knútsdóttir skoraði, 22-18. Svartfjallaland náði að minnka muninn í 22-21 þegar ein mínúta var eftir. Síðasta sókn Íslands stóð yfir í um 45 sekúndur og náðu Íslendingar að landa sögulegum og sætum sigri.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira