Lífið

Gerir góðverk í Smáralind í dag

elly@365.is skrifar
Dagný Magnúsdóttir glerlistakona í Þorlákshöfn hefur sett af stað verkefni til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni, sem missti báðar hendurnar en hann stefnir nú til Frakklands þar sem hann freistar þess að fá græddar á sig hendur.

Framlag Dagnýjar er sérstakt að því leyti að glervinnustofa hennar ber nafnið Hendur í höfn og vill hún með stuðningi sínum vísa til þess að innan tíðar verði hendur Guðmundar einnig í höfn, en sjónvarpsviðtal við Guðmund snart hana mjög og kveikti hjá henni þessa hugmynd.

Til að byrja með ætlar Dagný að framleiða 300 slíkar skálar, en hver kostar 3900 krónur, og verður með þær til sölu í dag laugardag, 3. desember, í Smáralindinni laugardaginn. Allur söluhagnaður rennur óskertur til söfnunarinnar.

Gangi salan vel hyggst Dagný framleiða fleiri skálar fyrir jól en engar tvær skálar eru eins. Dagný vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem hafa stutt hana við verkefnið: Ispan hf gefur allt gler til vinnslunnar, Spírall gefur umbúðirnar utan um skálarnar og SB skiltagerð merkingar á umbúðir.

Þá hafa fjölskylda og vinir hennar lagt hönd á plóg við pökkun og frágang. Það er ómetanlegt að finna vilja og samhug allra þegar stuðnings er þörf, segir Dagný.

Heimasíðan hennar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.