Jól í skugga sorgar Halldór Reynisson skrifar 5. desember 2011 06:00 Aðventan og jólin er tíminn þegar öllum á að líða vel – eða svo teljum við. Og víst er þetta yndislegur tími þegar vel gengur. Um hver jól eru þó margir sem eiga erfitt með að gleðjast og fagna. Nýlega var sagt frá því í fréttum að þeir sem minnst hafa kvíða helst jólunum. Erfiðast er þó hlutskipti þeirra sem hafa misst náinn ástvin, þegar einn stóllinn við hátíðarborðið er auður. Fyrir þau sem syrgja eru jólin oft erfiðasti tími ársins, tíminn þegar við eigum að vera glöð en höfum ekki ástæðu til. Þegar hann eða hún er horfinn sem var hluti af jólagleðinni verður þessi tími gjarnan tími sársauka. Fyrir syrgjandann er meira að segja jólakveðjan „gleðileg jól“ gjarnan erfið. Jólin eru sjaldnast gleðileg í sorgarhúsi. Hvað er til ráða? Fjölskyldur í sorg þurfa að ræða um það fyrir fram hvernig halda skuli hátíðina. Á að halda hefðunum óbreyttum eða á að breyta þeim? Hvernig á að bregðast við þegar fólk óskar gleðilegra jóla? Gott ráð er að gera aðeins það sem maður treystir sér til eða hefur gaman af – ekki það sem „ætti“ að gera. Það má sleppa jólakortunum og skreytingunum. Fyrir syrgjanda er líka eðlilegt að vera sorgmæddur um jól – og það er líka í lagi að gleðjast – það er engin óvirðing við minningu hins látna. Umfram annað er mikilvægt að vera góður við sjálfan sig; búast ekki við of miklu, hlusta á tilfinningar sínar, eiga hlustandi eyra eða öxl til að halla sér að. Hvíla sig. Þiggja hjálp annarra. Hugleiða boðskap jólanna um von. Fyrir þau hin sem tengjast syrgjendum: „Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur“ segir Hannes Pétursson skáld í einu ljóða sinna. Sorgarúrvinnslan tekur yfirleitt lengri tíma en við áttum okkur á, sérstaklega við erfiðan, ótímabæran eða snöggan missi. Verum styðjandi fyrir þau sem hafa misst – verum náungi þeim sem búa við sorg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Aðventan og jólin er tíminn þegar öllum á að líða vel – eða svo teljum við. Og víst er þetta yndislegur tími þegar vel gengur. Um hver jól eru þó margir sem eiga erfitt með að gleðjast og fagna. Nýlega var sagt frá því í fréttum að þeir sem minnst hafa kvíða helst jólunum. Erfiðast er þó hlutskipti þeirra sem hafa misst náinn ástvin, þegar einn stóllinn við hátíðarborðið er auður. Fyrir þau sem syrgja eru jólin oft erfiðasti tími ársins, tíminn þegar við eigum að vera glöð en höfum ekki ástæðu til. Þegar hann eða hún er horfinn sem var hluti af jólagleðinni verður þessi tími gjarnan tími sársauka. Fyrir syrgjandann er meira að segja jólakveðjan „gleðileg jól“ gjarnan erfið. Jólin eru sjaldnast gleðileg í sorgarhúsi. Hvað er til ráða? Fjölskyldur í sorg þurfa að ræða um það fyrir fram hvernig halda skuli hátíðina. Á að halda hefðunum óbreyttum eða á að breyta þeim? Hvernig á að bregðast við þegar fólk óskar gleðilegra jóla? Gott ráð er að gera aðeins það sem maður treystir sér til eða hefur gaman af – ekki það sem „ætti“ að gera. Það má sleppa jólakortunum og skreytingunum. Fyrir syrgjanda er líka eðlilegt að vera sorgmæddur um jól – og það er líka í lagi að gleðjast – það er engin óvirðing við minningu hins látna. Umfram annað er mikilvægt að vera góður við sjálfan sig; búast ekki við of miklu, hlusta á tilfinningar sínar, eiga hlustandi eyra eða öxl til að halla sér að. Hvíla sig. Þiggja hjálp annarra. Hugleiða boðskap jólanna um von. Fyrir þau hin sem tengjast syrgjendum: „Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur“ segir Hannes Pétursson skáld í einu ljóða sinna. Sorgarúrvinnslan tekur yfirleitt lengri tíma en við áttum okkur á, sérstaklega við erfiðan, ótímabæran eða snöggan missi. Verum styðjandi fyrir þau sem hafa misst – verum náungi þeim sem búa við sorg.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun