Lánsveðshópur situr eftir með sárt ennið Þórarinn Heiðar Harðarson skrifar 5. desember 2011 06:00 Ljóst er að fjölmargir sitja fastir í yfirveðsettum íbúðum. Sumir í þessari stöðu eiga erfitt með að selja íbúðir sínar vegna yfirveðsetningar af völdum lánsveða, sem gjarnan eru fengin í eignum ættingja. Íbúð keypt á 19,5 m.kr. árið 2007Hér er raunverulegt dæmi um einstakling sem keypti sína fyrstu íbúð árið 2007. Kaupverðið var 19,5 m.kr. og tekið var 16,5 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði með veði í íbúðinni. Til að brúa bilið var tekið 3ja m.kr. lífeyrissjóðslán með lánsveði í foreldrahúsum. Lánin komin í 26 m.kr. árið 2011Eftir að hafa staðið skil á hverri einustu afborgun stóðu þessi lán í 22 m.kr. og 4 m.kr. í vor. Skuldir sem hlutfall af eignum voru komnar upp í 138%, eða 152% sé notast við fasteignamat ríkisins. Þessi einstaklingur sótti því um lækkun skulda hjá Íbúðalánasjóði í sumar, eins og boðið var upp á. Niðurstaðan olli hins vegar gríðarlegum vonbrigðum. Í afgreiðslu á umsókninni notaðist Íbúðarlánasjóður við eftirfarandi tölur: Eignir umfram tvöföld mánaðarlaun: 17,6 m.kr. húseign skv. verðmati 0,6 m.kr. bíll 0,7 m.kr. sparnaður Samtals 18,9 m.kr. Skuldir: 22 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði. Eftir útreikninga Íbúðalánasjóðs þar sem tvöföld mánaðarlaun voru dregin frá eignum varð niðurstaðan: Skuldir eru 116% af eignum, og þar af leiðandi einhver niðurfelling í boði. En bíðið við, skuldir sem hlutfall af eignum voru 152%. Hvert fóru hin 36 prósentin? Svarið er sláandi: Lífeyrissjóðslánið var hvorki reiknað inn í 110% leiðina, né metið sem skuld á móti eignum. Það er engu líkara en að í augum Íbúðalánasjóðs sé þetta lán ekki til. Íbúðalánasjóður notast nefnilega við eftirfarandi forsendur við útreikningana: 1. Lán með lánsveði eru ekki tekin með. 2. Notast er við verðmat fasteignasala í stað fasteignamats ríkisins til að áætla verðmæti íbúðar. 3. Aðfararhæfar eignir umfram tvöföld mánaðarlaun eru teknar inn í útreikningana, en lán með lánsveði reiknast samt sem áður ekki sem skuld á móti eignum. Einungis hagur lánveitanda?Var 110% leiðin ekki samin til þess að koma til móts við þá sem keyptu sér íbúð rétt fyrir hrun? Eða er það einungis lánveitanda í hag að fara 110% leiðina? Ef skuldin er umfram 110% af verðmæti eignarinnar, þá er lítil von um að innheimta hana og eins gott fyrir lánardrottna að leiðrétta. En þeir sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, en voru svo óheppnir að hafa ekki veðsett sjálfa íbúðina fyrir öllum lánunum, fá miklu minni niðurfellingu. Einstaklingum er refsað fyrir eftirfarandi: 1. Að hafa aðgang að góðu veði í foreldrahúsum. 2. Að sýna aðhaldssemi og reyna að byggja upp sparnað. 3. Að eiga ódýran og viðráðanlegan bíl, í stað þess að vera með lúxusbíl á lánum. 4. Að hafa átt viðskipti við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði, í stað þess að hafa samið við banka. Ég spyr þig lesandi góður, finnst þér þetta réttlátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er að fjölmargir sitja fastir í yfirveðsettum íbúðum. Sumir í þessari stöðu eiga erfitt með að selja íbúðir sínar vegna yfirveðsetningar af völdum lánsveða, sem gjarnan eru fengin í eignum ættingja. Íbúð keypt á 19,5 m.kr. árið 2007Hér er raunverulegt dæmi um einstakling sem keypti sína fyrstu íbúð árið 2007. Kaupverðið var 19,5 m.kr. og tekið var 16,5 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði með veði í íbúðinni. Til að brúa bilið var tekið 3ja m.kr. lífeyrissjóðslán með lánsveði í foreldrahúsum. Lánin komin í 26 m.kr. árið 2011Eftir að hafa staðið skil á hverri einustu afborgun stóðu þessi lán í 22 m.kr. og 4 m.kr. í vor. Skuldir sem hlutfall af eignum voru komnar upp í 138%, eða 152% sé notast við fasteignamat ríkisins. Þessi einstaklingur sótti því um lækkun skulda hjá Íbúðalánasjóði í sumar, eins og boðið var upp á. Niðurstaðan olli hins vegar gríðarlegum vonbrigðum. Í afgreiðslu á umsókninni notaðist Íbúðarlánasjóður við eftirfarandi tölur: Eignir umfram tvöföld mánaðarlaun: 17,6 m.kr. húseign skv. verðmati 0,6 m.kr. bíll 0,7 m.kr. sparnaður Samtals 18,9 m.kr. Skuldir: 22 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði. Eftir útreikninga Íbúðalánasjóðs þar sem tvöföld mánaðarlaun voru dregin frá eignum varð niðurstaðan: Skuldir eru 116% af eignum, og þar af leiðandi einhver niðurfelling í boði. En bíðið við, skuldir sem hlutfall af eignum voru 152%. Hvert fóru hin 36 prósentin? Svarið er sláandi: Lífeyrissjóðslánið var hvorki reiknað inn í 110% leiðina, né metið sem skuld á móti eignum. Það er engu líkara en að í augum Íbúðalánasjóðs sé þetta lán ekki til. Íbúðalánasjóður notast nefnilega við eftirfarandi forsendur við útreikningana: 1. Lán með lánsveði eru ekki tekin með. 2. Notast er við verðmat fasteignasala í stað fasteignamats ríkisins til að áætla verðmæti íbúðar. 3. Aðfararhæfar eignir umfram tvöföld mánaðarlaun eru teknar inn í útreikningana, en lán með lánsveði reiknast samt sem áður ekki sem skuld á móti eignum. Einungis hagur lánveitanda?Var 110% leiðin ekki samin til þess að koma til móts við þá sem keyptu sér íbúð rétt fyrir hrun? Eða er það einungis lánveitanda í hag að fara 110% leiðina? Ef skuldin er umfram 110% af verðmæti eignarinnar, þá er lítil von um að innheimta hana og eins gott fyrir lánardrottna að leiðrétta. En þeir sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, en voru svo óheppnir að hafa ekki veðsett sjálfa íbúðina fyrir öllum lánunum, fá miklu minni niðurfellingu. Einstaklingum er refsað fyrir eftirfarandi: 1. Að hafa aðgang að góðu veði í foreldrahúsum. 2. Að sýna aðhaldssemi og reyna að byggja upp sparnað. 3. Að eiga ódýran og viðráðanlegan bíl, í stað þess að vera með lúxusbíl á lánum. 4. Að hafa átt viðskipti við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði, í stað þess að hafa samið við banka. Ég spyr þig lesandi góður, finnst þér þetta réttlátt?
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun