Lánsveðshópur situr eftir með sárt ennið Þórarinn Heiðar Harðarson skrifar 5. desember 2011 06:00 Ljóst er að fjölmargir sitja fastir í yfirveðsettum íbúðum. Sumir í þessari stöðu eiga erfitt með að selja íbúðir sínar vegna yfirveðsetningar af völdum lánsveða, sem gjarnan eru fengin í eignum ættingja. Íbúð keypt á 19,5 m.kr. árið 2007Hér er raunverulegt dæmi um einstakling sem keypti sína fyrstu íbúð árið 2007. Kaupverðið var 19,5 m.kr. og tekið var 16,5 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði með veði í íbúðinni. Til að brúa bilið var tekið 3ja m.kr. lífeyrissjóðslán með lánsveði í foreldrahúsum. Lánin komin í 26 m.kr. árið 2011Eftir að hafa staðið skil á hverri einustu afborgun stóðu þessi lán í 22 m.kr. og 4 m.kr. í vor. Skuldir sem hlutfall af eignum voru komnar upp í 138%, eða 152% sé notast við fasteignamat ríkisins. Þessi einstaklingur sótti því um lækkun skulda hjá Íbúðalánasjóði í sumar, eins og boðið var upp á. Niðurstaðan olli hins vegar gríðarlegum vonbrigðum. Í afgreiðslu á umsókninni notaðist Íbúðarlánasjóður við eftirfarandi tölur: Eignir umfram tvöföld mánaðarlaun: 17,6 m.kr. húseign skv. verðmati 0,6 m.kr. bíll 0,7 m.kr. sparnaður Samtals 18,9 m.kr. Skuldir: 22 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði. Eftir útreikninga Íbúðalánasjóðs þar sem tvöföld mánaðarlaun voru dregin frá eignum varð niðurstaðan: Skuldir eru 116% af eignum, og þar af leiðandi einhver niðurfelling í boði. En bíðið við, skuldir sem hlutfall af eignum voru 152%. Hvert fóru hin 36 prósentin? Svarið er sláandi: Lífeyrissjóðslánið var hvorki reiknað inn í 110% leiðina, né metið sem skuld á móti eignum. Það er engu líkara en að í augum Íbúðalánasjóðs sé þetta lán ekki til. Íbúðalánasjóður notast nefnilega við eftirfarandi forsendur við útreikningana: 1. Lán með lánsveði eru ekki tekin með. 2. Notast er við verðmat fasteignasala í stað fasteignamats ríkisins til að áætla verðmæti íbúðar. 3. Aðfararhæfar eignir umfram tvöföld mánaðarlaun eru teknar inn í útreikningana, en lán með lánsveði reiknast samt sem áður ekki sem skuld á móti eignum. Einungis hagur lánveitanda?Var 110% leiðin ekki samin til þess að koma til móts við þá sem keyptu sér íbúð rétt fyrir hrun? Eða er það einungis lánveitanda í hag að fara 110% leiðina? Ef skuldin er umfram 110% af verðmæti eignarinnar, þá er lítil von um að innheimta hana og eins gott fyrir lánardrottna að leiðrétta. En þeir sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, en voru svo óheppnir að hafa ekki veðsett sjálfa íbúðina fyrir öllum lánunum, fá miklu minni niðurfellingu. Einstaklingum er refsað fyrir eftirfarandi: 1. Að hafa aðgang að góðu veði í foreldrahúsum. 2. Að sýna aðhaldssemi og reyna að byggja upp sparnað. 3. Að eiga ódýran og viðráðanlegan bíl, í stað þess að vera með lúxusbíl á lánum. 4. Að hafa átt viðskipti við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði, í stað þess að hafa samið við banka. Ég spyr þig lesandi góður, finnst þér þetta réttlátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er að fjölmargir sitja fastir í yfirveðsettum íbúðum. Sumir í þessari stöðu eiga erfitt með að selja íbúðir sínar vegna yfirveðsetningar af völdum lánsveða, sem gjarnan eru fengin í eignum ættingja. Íbúð keypt á 19,5 m.kr. árið 2007Hér er raunverulegt dæmi um einstakling sem keypti sína fyrstu íbúð árið 2007. Kaupverðið var 19,5 m.kr. og tekið var 16,5 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði með veði í íbúðinni. Til að brúa bilið var tekið 3ja m.kr. lífeyrissjóðslán með lánsveði í foreldrahúsum. Lánin komin í 26 m.kr. árið 2011Eftir að hafa staðið skil á hverri einustu afborgun stóðu þessi lán í 22 m.kr. og 4 m.kr. í vor. Skuldir sem hlutfall af eignum voru komnar upp í 138%, eða 152% sé notast við fasteignamat ríkisins. Þessi einstaklingur sótti því um lækkun skulda hjá Íbúðalánasjóði í sumar, eins og boðið var upp á. Niðurstaðan olli hins vegar gríðarlegum vonbrigðum. Í afgreiðslu á umsókninni notaðist Íbúðarlánasjóður við eftirfarandi tölur: Eignir umfram tvöföld mánaðarlaun: 17,6 m.kr. húseign skv. verðmati 0,6 m.kr. bíll 0,7 m.kr. sparnaður Samtals 18,9 m.kr. Skuldir: 22 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði. Eftir útreikninga Íbúðalánasjóðs þar sem tvöföld mánaðarlaun voru dregin frá eignum varð niðurstaðan: Skuldir eru 116% af eignum, og þar af leiðandi einhver niðurfelling í boði. En bíðið við, skuldir sem hlutfall af eignum voru 152%. Hvert fóru hin 36 prósentin? Svarið er sláandi: Lífeyrissjóðslánið var hvorki reiknað inn í 110% leiðina, né metið sem skuld á móti eignum. Það er engu líkara en að í augum Íbúðalánasjóðs sé þetta lán ekki til. Íbúðalánasjóður notast nefnilega við eftirfarandi forsendur við útreikningana: 1. Lán með lánsveði eru ekki tekin með. 2. Notast er við verðmat fasteignasala í stað fasteignamats ríkisins til að áætla verðmæti íbúðar. 3. Aðfararhæfar eignir umfram tvöföld mánaðarlaun eru teknar inn í útreikningana, en lán með lánsveði reiknast samt sem áður ekki sem skuld á móti eignum. Einungis hagur lánveitanda?Var 110% leiðin ekki samin til þess að koma til móts við þá sem keyptu sér íbúð rétt fyrir hrun? Eða er það einungis lánveitanda í hag að fara 110% leiðina? Ef skuldin er umfram 110% af verðmæti eignarinnar, þá er lítil von um að innheimta hana og eins gott fyrir lánardrottna að leiðrétta. En þeir sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, en voru svo óheppnir að hafa ekki veðsett sjálfa íbúðina fyrir öllum lánunum, fá miklu minni niðurfellingu. Einstaklingum er refsað fyrir eftirfarandi: 1. Að hafa aðgang að góðu veði í foreldrahúsum. 2. Að sýna aðhaldssemi og reyna að byggja upp sparnað. 3. Að eiga ódýran og viðráðanlegan bíl, í stað þess að vera með lúxusbíl á lánum. 4. Að hafa átt viðskipti við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði, í stað þess að hafa samið við banka. Ég spyr þig lesandi góður, finnst þér þetta réttlátt?
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun