Ofleikur aldarinnar Friðrik Indriðason skrifar 5. desember 2011 09:05 Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar, bók Sigurðar Más Jónsson, fæst í bókabúðum um land allt. Sagan „Icesave samningarnir afleikur aldarinnar?" eftir Sigurð Má Jónsson blaðamann er um margt mjög upplýsandi rit um íslenska pólitík. Einkum þann þátt hennar sem snýr að flóknum og krefjandi alþjóðasamningum. Á þeim velli eru forráðamenn þjóðarinnar eins og beljur á svelli samanborið við erlenda viðsemjendur sína. Þegar þessir kappar láta svo loks af oflæti sínu og ráða sér erlenda sérfræðihjálp er málið komið í slíkan hnút að þjóðin hafnar hjálpinni. Framan af er sagan nokkuð lipurlega skrifuð og setur fram nokkrar vangaveltur sem ekki voru í hámæli einkum í kringum Icesave Mark I samninginn þegar Svavar Gestsson var við stýrið. Þar greinir höfundur frá því að Svavar hafi talið hina „glæsilegu" niðurstöðu í fyrsta samningnum geta orðið stökkpall sinn í embætti forseta Íslands. Þetta er nokkuð fyndið í ljósi þess sem síðan gerðist. Einnig þess að þjóðin hefði aldrei þolað tvo gamla Allaballa í röð sem forseta landsins. Sigurður Már einbeitir sér að Icesave Mark I samningunum og fá hinir tveir samningarnir mun minni umfjöllun í sögunni. Sigurður segir að slíkt sé ekki til að setja alla ábyrgð á Icesave-málinu á þá Svavar Gestsson og Steingrím J. Sigfússon. Hann vilji bara skoða orð þeirra og efndir. (bls. 207) Þar sem megnið af bókinni er um þá Svavar og Steingrím er erfitt að horfa framhjá því að í sögunni eru þeir skúrkarnir. Umfjöllun höfundar um síðari samningana, það er Icesave Mark II og Icesave Mark III þar sem erlendi samningamaðurinn Lee Bucheit var kominn til sögunnar, er hinsvegar töluvert lituð af dálæti hans á Indefence hópnum. Lesandinn er líka frá fyrsta orði leiddur inn í einhverja spennu varðandi hlut Indefence í málinu. Þetta dekur við hópinn er ljóður á bókinni sem annars er nokkuð upplýsandi og fræðandi um Icesave málið í heild. Ég er sammála því sem kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í þættinum Hrafnaþing á ÍNN nýlega þegar Icesave málið kom til umræðu og raunar þessi bók einnig. Jón Baldvin sagði að réttara væri að kalla málið Ofleik aldarinnar en ekki Afleik aldarinnar? Þá á Jón Baldvin við að þegar upp er staðið vorum við að rífast um ekki neitt. Í þeim skilningi að þrotabú Landsbankans stendur undir Icesave-skuldinni. Það má einnig gera athugasemdir við ályktanir höfundar eins og þessa: „Margt bendir til þess að Íslendingar verði hvorki með samningum né lögum knúnir til að greiða krónu vegna Icesave-reikninganna." (bls. 198) Ég veit ekki betur en dómsmál vegna Icesave malli enn fyrir EFTA dómstólnum. Og sækjandinn í því máli er eftirlitsstofnun sem hefur sýnt yfir 90% árangur í sambærilegum málum frá upphafi málareksturs síns þar á bæ. Það er því nokkuð hraustlega mælt af höfundi að segja að allt bendi til þess að ekkert falli á Íslendinga í þessu máli. Ef málið fyrir EFTA dómstólnum tapast gæti þjóðin verið í djúpum skít. Málið væri ekki í gangi ef samningar hefðu náðst við Breta og Hollendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar, bók Sigurðar Más Jónsson, fæst í bókabúðum um land allt. Sagan „Icesave samningarnir afleikur aldarinnar?" eftir Sigurð Má Jónsson blaðamann er um margt mjög upplýsandi rit um íslenska pólitík. Einkum þann þátt hennar sem snýr að flóknum og krefjandi alþjóðasamningum. Á þeim velli eru forráðamenn þjóðarinnar eins og beljur á svelli samanborið við erlenda viðsemjendur sína. Þegar þessir kappar láta svo loks af oflæti sínu og ráða sér erlenda sérfræðihjálp er málið komið í slíkan hnút að þjóðin hafnar hjálpinni. Framan af er sagan nokkuð lipurlega skrifuð og setur fram nokkrar vangaveltur sem ekki voru í hámæli einkum í kringum Icesave Mark I samninginn þegar Svavar Gestsson var við stýrið. Þar greinir höfundur frá því að Svavar hafi talið hina „glæsilegu" niðurstöðu í fyrsta samningnum geta orðið stökkpall sinn í embætti forseta Íslands. Þetta er nokkuð fyndið í ljósi þess sem síðan gerðist. Einnig þess að þjóðin hefði aldrei þolað tvo gamla Allaballa í röð sem forseta landsins. Sigurður Már einbeitir sér að Icesave Mark I samningunum og fá hinir tveir samningarnir mun minni umfjöllun í sögunni. Sigurður segir að slíkt sé ekki til að setja alla ábyrgð á Icesave-málinu á þá Svavar Gestsson og Steingrím J. Sigfússon. Hann vilji bara skoða orð þeirra og efndir. (bls. 207) Þar sem megnið af bókinni er um þá Svavar og Steingrím er erfitt að horfa framhjá því að í sögunni eru þeir skúrkarnir. Umfjöllun höfundar um síðari samningana, það er Icesave Mark II og Icesave Mark III þar sem erlendi samningamaðurinn Lee Bucheit var kominn til sögunnar, er hinsvegar töluvert lituð af dálæti hans á Indefence hópnum. Lesandinn er líka frá fyrsta orði leiddur inn í einhverja spennu varðandi hlut Indefence í málinu. Þetta dekur við hópinn er ljóður á bókinni sem annars er nokkuð upplýsandi og fræðandi um Icesave málið í heild. Ég er sammála því sem kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í þættinum Hrafnaþing á ÍNN nýlega þegar Icesave málið kom til umræðu og raunar þessi bók einnig. Jón Baldvin sagði að réttara væri að kalla málið Ofleik aldarinnar en ekki Afleik aldarinnar? Þá á Jón Baldvin við að þegar upp er staðið vorum við að rífast um ekki neitt. Í þeim skilningi að þrotabú Landsbankans stendur undir Icesave-skuldinni. Það má einnig gera athugasemdir við ályktanir höfundar eins og þessa: „Margt bendir til þess að Íslendingar verði hvorki með samningum né lögum knúnir til að greiða krónu vegna Icesave-reikninganna." (bls. 198) Ég veit ekki betur en dómsmál vegna Icesave malli enn fyrir EFTA dómstólnum. Og sækjandinn í því máli er eftirlitsstofnun sem hefur sýnt yfir 90% árangur í sambærilegum málum frá upphafi málareksturs síns þar á bæ. Það er því nokkuð hraustlega mælt af höfundi að segja að allt bendi til þess að ekkert falli á Íslendinga í þessu máli. Ef málið fyrir EFTA dómstólnum tapast gæti þjóðin verið í djúpum skít. Málið væri ekki í gangi ef samningar hefðu náðst við Breta og Hollendinga.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun