Maður sem fluttur var á gjörgæsludeild með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í verkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi í fyrrinótt er enn inniliggjandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni deildarinnar er líðan hans sæmileg. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hann verður á gjörgæslu.
Slökkviliðsmönnum sem sinntu útkalli vegna eldsins fengu fljótt tilkynningu um að maður væri inni á verkstæðinu. Reykkafarar fóru inn að leita hans og var hann þá fluttur á slysadeild,og síðan gjörgæslu.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði maðurinn sem fékk reykeitrunina tekið daginn snemma og verið að vinna við bílaréttingar þegar eldurinn kom upp. Töluverðar skemmdir urðu á bílum sem voru inni í húsnæðinu og húsnæðinu sjálfu vegna eldsins.
