Erlent

Rúgbý leikmaður vaknaði samkynhneigður

Birch er hæstánægður með nýja lífstílinn.
Birch er hæstánægður með nýja lífstílinn.
Fyrrverandi ruðningsleikmaður segist hafa vaknað samkynhneigður eftir að hafa slasað sig í ræktinni.

Í viðtali í Daily Mail segir hinn 26 ára gamli Chris Birch frá því þegar hann reyndi að hoppa aftur fyrir sig í ræktinni. Hann vildi sanna fyrir vinum sínum að hann gæti það í raun. Birch tókst að brjóta á sér hálsinn og fékk heilablóðfall.

Þegar Birch vaknaði á spítalanum áttaði hann sig á því að eitthvað var ekki með felldu.

Birch lýsir því þegar hann lá rúmfastur á spítalanum og horfði á sjónvarpið. Hann sá þar myndarlegan karlmann og sagðist hafa fengið fiðrildi í magann - svipað og hann hafði upplifað gagnvart konum fyrir slysið.

Eftir endurhæfingu var ljóst að Birch var samkynhneigður. Hann sagði skilið við vini sína sem hann taldi sig ekki lengur eiga neitt sameiginlegt með. Hann lærði hárgreiðslu og vinnur nú á snyrtistofu. Hann býr með 19 ára gömlum kærasta sínum fyrir ofan stofuna.

Joe Korner, stjórnandi Heilablóðfallssamtaka Bretlands, segist aldrei hafa heyrt um slíkar aukaverkanir heilablóðfalls. Hann segir þó að líf þeirra sem lenda í slíkum áföllum taki oft gríðarlegum og ófyrirséðum breytingum. Korner sagði CBS fréttastofunni að ómögulegt væri að segja til um hvort að Birch hafi verið samkynhneigður áður en áfallið átti sér stað - Birch sé þó hamingjusamur og það eitt skipti máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×