Í fínu lagi á Íslandi en glæpur í Flórída Pétur Sigurðsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Ástæðan fyrir því að ég settist niður til þess að rita þessa grein er frétt sem ég sá í íslensku dagblaði, þar sem blaðamaður ræddi við starfsmann (ekki löggiltan) á leigumiðlun. Þau voru að fjalla um leigumarkaðinn og tjáði starfsmaðurinn sig frjálslega um leigusalana og þeirra hagsmuni með niðrandi athugasemdum. Einnig hef ég heyrt að fasteignasölur geti ráðið til sín sölumenn án nokkurra réttinda og leyft þeim að selja og taka í sölu eignir. Það er fróðleg lesning að bera saman lög um fasteignasala í Flórída og á Íslandi, og bera síðan saman framkvæmdina á þessum tveimur stöðum. Fyrsta grein laganna í Flórída hljómar svona í lauslegri þýðingu höfundar: Tilgangur – Löggjafinn telur það nauðsynlegt í þágu almanna hagsmuna og velferðar að setja reglur um fasteignamiðlara, sölumenn og skóla í fylkinu. Íslensku lögin byrja á: Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra sem hafa til þess löggildingu. Eins og sést á upphafsgrein beggja laganna þá virðist tilgangurinn ekki sá sami, í Flórída er gegnumgangandi í lögunum að vernda almenning en á Íslandi að stjórna fasteignasalanum. Það skrítna við íslensku lögin er að það vantar í þau kaflann um sölumenn (aðstoðar) og annað aðstoðarfólk. Mesti munurinn á Íslandi og Flórída er að enginn má taka við umboðslaunum eða semja um þau, fyrir fasteignasölu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Réttindin í Flórída eru tvenns konar, annars vegar sölumaður fasteigna sem verður að vinna fyrir miðlara. Síðan eru það fasteignamiðlara réttindin sem veita réttindi til þess að eiga og/eða reka fasteignasölur. Einungis réttindafólk má tjá sig um kosti og galla eigna og skrifa samninga. Öll umboðslaun verða að vera greidd fasteignasölunni og má fasteignasalan einungis greiða réttindafólki umboðslaun. Lítum nú á hvað réttindalausir aðstoðarmenn mega gera í Flórída, þeir mega svara í símann, þeir mega setja upp viðtöl við fasteignasalana og ef spurt er um eign þá mega þeir lesa upp það sem stendur á blaði sem fasteignasalinn hefur skrifað og afhent þeim. Aðstoðarmenn mega líka færa bókhald, sjá um skjalastjórn, koma auglýsingum í blöðin, uppfæra heimasíðu og aðra pappírsvinnu. Aðstoðarmenn mega ekki þiggja prósentur eða umboðslaun, þeir verða að vera launafólk á mánaðar- eða tímakaupi. Lögin hérna kveða á um hvaða skyldur við höfum og að við verðum að láta kúnnann vita hvar hann stendur í samskiptum við fasteignasalann. Í fyrsta lagi þarf fasteignasalinn að vera heiðarlegur og sanngjarn. Í öðru lagi þarf fasteignasalinn að gera grein fyrir öllum fjármunum. Í þriðja lagi þarf fasteignasalinn að nota alla sína þekkingu, hæfileika og kostgæfni varðandi söluna. Í fjórða lagi þurfum við að láta kaupanda vita allt sem við vitum um eignina og verðmæti hennar. Í fimmta lagi verðum við að koma öllum tilboðum tímanlega til allra aðila, nema að við höfum skriflegar ráðleggingar um annað frá umboðsaðila okkar. Í sjötta lagi þá höfum við takmarkaðan trúnað við alla aðila, það er við megum ekki segja frá einhverju sem getur skaðað samningstöðu aðila. Síðan en ekki síst þá getur okkar kúnni gefið okkur skrifleg fyrirmæli um sínar séróskir eða sérþarfir. Þessar reglur miða við miðlara, en kúnninn getur ráðið okkur sem sinn einka fasteignasala og þá verður trúnaðurinn algjör við kúnnann. Ef við vinnum sem dæmi sem einkafasteignasali fyrir kúnna þá greiðir kúnninn fyrir okkar vinnu sama hvort um er að ræða kaup eða sölu eigna, en við verðum að gera öllum sem við skiptum við grein fyrir sambandi við okkar kúnna. Flestir kjósa að nota sama kerfi og er á Íslandi eða miðlara samskipti þar sem þau eru léttari, ódýrari og ná yfirleitt sama árangri. En lítum nú aftur á Ísland, þar sem málpípur fasteignasala og leigumiðlara eru réttindalausar og tjá sig frjálslega um kúnna fasteignasalans. Þar sem fasteignir eru auglýstar til sölu án þess að sé hægt að sjá hvort það sé fasteignasali eða sölumaður fasteigna sem er að auglýsa. Neytandinn verður að geta séð fyrirfram við hvern hann er að eiga og hvort þetta er löglegur fasteignasali eða einhver sem vill verða fasteignasali en nennir ekki eða getur ekki náð sér í réttindi. Þegar ég auglýsi fasteign til sölu verður að koma fram í auglýsingunni að ég sé með réttindi og að ég vinni fyrir löggilta fasteignasölu. Maður veltir því fyrir sér hvort löggjafinn hafi sofið á verðinum þegar ástandið er skoðað á Íslandi? Tölum nú aðeins um glæpinn, í lögunum í Flórída stendur að: Enginn má vinna sem fasteignamiðlari eða sölumaður fasteigna nema hafa til þess tilskilið skírteini. Hver sá sem brýtur þessi lög er að fremja glæp (felony of the third degree), viðurlögin eru allt að fimm ára fangelsi og $5.000 sekt. En eins og ég sagði að framan er þetta í fínu lagi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég settist niður til þess að rita þessa grein er frétt sem ég sá í íslensku dagblaði, þar sem blaðamaður ræddi við starfsmann (ekki löggiltan) á leigumiðlun. Þau voru að fjalla um leigumarkaðinn og tjáði starfsmaðurinn sig frjálslega um leigusalana og þeirra hagsmuni með niðrandi athugasemdum. Einnig hef ég heyrt að fasteignasölur geti ráðið til sín sölumenn án nokkurra réttinda og leyft þeim að selja og taka í sölu eignir. Það er fróðleg lesning að bera saman lög um fasteignasala í Flórída og á Íslandi, og bera síðan saman framkvæmdina á þessum tveimur stöðum. Fyrsta grein laganna í Flórída hljómar svona í lauslegri þýðingu höfundar: Tilgangur – Löggjafinn telur það nauðsynlegt í þágu almanna hagsmuna og velferðar að setja reglur um fasteignamiðlara, sölumenn og skóla í fylkinu. Íslensku lögin byrja á: Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra sem hafa til þess löggildingu. Eins og sést á upphafsgrein beggja laganna þá virðist tilgangurinn ekki sá sami, í Flórída er gegnumgangandi í lögunum að vernda almenning en á Íslandi að stjórna fasteignasalanum. Það skrítna við íslensku lögin er að það vantar í þau kaflann um sölumenn (aðstoðar) og annað aðstoðarfólk. Mesti munurinn á Íslandi og Flórída er að enginn má taka við umboðslaunum eða semja um þau, fyrir fasteignasölu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Réttindin í Flórída eru tvenns konar, annars vegar sölumaður fasteigna sem verður að vinna fyrir miðlara. Síðan eru það fasteignamiðlara réttindin sem veita réttindi til þess að eiga og/eða reka fasteignasölur. Einungis réttindafólk má tjá sig um kosti og galla eigna og skrifa samninga. Öll umboðslaun verða að vera greidd fasteignasölunni og má fasteignasalan einungis greiða réttindafólki umboðslaun. Lítum nú á hvað réttindalausir aðstoðarmenn mega gera í Flórída, þeir mega svara í símann, þeir mega setja upp viðtöl við fasteignasalana og ef spurt er um eign þá mega þeir lesa upp það sem stendur á blaði sem fasteignasalinn hefur skrifað og afhent þeim. Aðstoðarmenn mega líka færa bókhald, sjá um skjalastjórn, koma auglýsingum í blöðin, uppfæra heimasíðu og aðra pappírsvinnu. Aðstoðarmenn mega ekki þiggja prósentur eða umboðslaun, þeir verða að vera launafólk á mánaðar- eða tímakaupi. Lögin hérna kveða á um hvaða skyldur við höfum og að við verðum að láta kúnnann vita hvar hann stendur í samskiptum við fasteignasalann. Í fyrsta lagi þarf fasteignasalinn að vera heiðarlegur og sanngjarn. Í öðru lagi þarf fasteignasalinn að gera grein fyrir öllum fjármunum. Í þriðja lagi þarf fasteignasalinn að nota alla sína þekkingu, hæfileika og kostgæfni varðandi söluna. Í fjórða lagi þurfum við að láta kaupanda vita allt sem við vitum um eignina og verðmæti hennar. Í fimmta lagi verðum við að koma öllum tilboðum tímanlega til allra aðila, nema að við höfum skriflegar ráðleggingar um annað frá umboðsaðila okkar. Í sjötta lagi þá höfum við takmarkaðan trúnað við alla aðila, það er við megum ekki segja frá einhverju sem getur skaðað samningstöðu aðila. Síðan en ekki síst þá getur okkar kúnni gefið okkur skrifleg fyrirmæli um sínar séróskir eða sérþarfir. Þessar reglur miða við miðlara, en kúnninn getur ráðið okkur sem sinn einka fasteignasala og þá verður trúnaðurinn algjör við kúnnann. Ef við vinnum sem dæmi sem einkafasteignasali fyrir kúnna þá greiðir kúnninn fyrir okkar vinnu sama hvort um er að ræða kaup eða sölu eigna, en við verðum að gera öllum sem við skiptum við grein fyrir sambandi við okkar kúnna. Flestir kjósa að nota sama kerfi og er á Íslandi eða miðlara samskipti þar sem þau eru léttari, ódýrari og ná yfirleitt sama árangri. En lítum nú aftur á Ísland, þar sem málpípur fasteignasala og leigumiðlara eru réttindalausar og tjá sig frjálslega um kúnna fasteignasalans. Þar sem fasteignir eru auglýstar til sölu án þess að sé hægt að sjá hvort það sé fasteignasali eða sölumaður fasteigna sem er að auglýsa. Neytandinn verður að geta séð fyrirfram við hvern hann er að eiga og hvort þetta er löglegur fasteignasali eða einhver sem vill verða fasteignasali en nennir ekki eða getur ekki náð sér í réttindi. Þegar ég auglýsi fasteign til sölu verður að koma fram í auglýsingunni að ég sé með réttindi og að ég vinni fyrir löggilta fasteignasölu. Maður veltir því fyrir sér hvort löggjafinn hafi sofið á verðinum þegar ástandið er skoðað á Íslandi? Tölum nú aðeins um glæpinn, í lögunum í Flórída stendur að: Enginn má vinna sem fasteignamiðlari eða sölumaður fasteigna nema hafa til þess tilskilið skírteini. Hver sá sem brýtur þessi lög er að fremja glæp (felony of the third degree), viðurlögin eru allt að fimm ára fangelsi og $5.000 sekt. En eins og ég sagði að framan er þetta í fínu lagi á Íslandi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun