Vilja prófa íslenskt sjósund 27. desember 2011 12:00 Mikið er lagt upp úr glæsileika sundfatnaðarins. Hér má sjá Paul í eftirlætis sundfötunum sínum. „Við skemmtum okkur alltaf konunglega við þetta,“ segir Norðmaðurinn og ísbaðáhugamaðurinn Paul Hellenes. Paul er á leið til Íslands í byrjun næsta árs ásamt besta vini sínum, Kristian Stensrud, sem gaf honum ferðina í tilefni fimmtugsafmælis hans fyrr á árinu. Tilgangur ferðarinnar er heldur óvenjulegur, en á meðan vinirnir dvelja hér á landi í tvo sólarhringa ætla þeir einungis að stunda íslensk böð, helst sem allra köldust. Síðustu vikur hafa þeir leitað allra leiða til að koma sér í samband við íslenskt ísbaðs- og sjósundsfólk, meðal annars með því að senda skilaboð á alla helstu fjölmiðla landsins, en enn án árangurs. Áhugi Pauls á ísböðum kviknaði fyrir rúmum þremur áratugum þegar æskuvinirnir í Larvik bjuggu árlega til vök í frosnu vatninu og böðuðu sig um jólin. „Svo fluttum við allir í burtu og hefðin lagðist af í nokkur ár. Þegar við komum aftur til Larvik fyrir nokkrum árum tókum við hefðina upp aftur og stofnuðum fyrsta ísbaðsklúbbinn í Larvik,“ segir Paul, sem er varaforseti, siðameistari og heiðursfélagi klúbbsins. Hann telur ísböð alls ekki vera mjög vinsæl í Noregi, en samt sem áður eru um 30 meðlimir í Larvik, sem allir taka þátt í gríninu sem felst í félagsskapnum. Paul segir reglur félagsins margar, til að mynda keppist baðfólkið um að vera í sem frumlegustum sundfötum og nýir meðlimir séu vígðir inn með sverði að hætti riddara en þurfi fyrst að gangast undir strangt inntökupróf. „Það er algjörlega bannað að væla undan kulda. Ef fólk brosir ekki bara og þegir, þótt það sé algjörlega að drepast úr kulda, fær það ekki að vera með.“ Aðspurður segir Paul hugmyndina um að fara á sólríkan og hlýjan stað alveg hafa komið upp, en Ísland hafi heillað þá meira. „Við Norðmenn erum auðvitað þekktir fyrir að vera harðir af okkur. Það er einungis ein þjóð sem er harðari en við, og það eru Íslendingar. Við erum ekki of miklir með okkur, við getum alveg viðurkennt það að hér erum við í öðru sæti. Þess vegna langar okkur að koma í heimsókn, hitta íslenskt ísbaðfólk eða sjósundskappa og eiga skemmtilegan dag við böð,“ segir Paul, sem neitar ekki að hann renni hýru auga til hlýjunnar í Bláa lóninu að loknu íssundinu. Von er á félögunum til landsins þann 27. janúar og þeim sem hafa áhuga á að kæla sig niður með þeim er bent á að hafa samband við Paul, í netfangið paul.hellenes hjá fmve.no. bergthora@frettabladid.is Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
„Við skemmtum okkur alltaf konunglega við þetta,“ segir Norðmaðurinn og ísbaðáhugamaðurinn Paul Hellenes. Paul er á leið til Íslands í byrjun næsta árs ásamt besta vini sínum, Kristian Stensrud, sem gaf honum ferðina í tilefni fimmtugsafmælis hans fyrr á árinu. Tilgangur ferðarinnar er heldur óvenjulegur, en á meðan vinirnir dvelja hér á landi í tvo sólarhringa ætla þeir einungis að stunda íslensk böð, helst sem allra köldust. Síðustu vikur hafa þeir leitað allra leiða til að koma sér í samband við íslenskt ísbaðs- og sjósundsfólk, meðal annars með því að senda skilaboð á alla helstu fjölmiðla landsins, en enn án árangurs. Áhugi Pauls á ísböðum kviknaði fyrir rúmum þremur áratugum þegar æskuvinirnir í Larvik bjuggu árlega til vök í frosnu vatninu og böðuðu sig um jólin. „Svo fluttum við allir í burtu og hefðin lagðist af í nokkur ár. Þegar við komum aftur til Larvik fyrir nokkrum árum tókum við hefðina upp aftur og stofnuðum fyrsta ísbaðsklúbbinn í Larvik,“ segir Paul, sem er varaforseti, siðameistari og heiðursfélagi klúbbsins. Hann telur ísböð alls ekki vera mjög vinsæl í Noregi, en samt sem áður eru um 30 meðlimir í Larvik, sem allir taka þátt í gríninu sem felst í félagsskapnum. Paul segir reglur félagsins margar, til að mynda keppist baðfólkið um að vera í sem frumlegustum sundfötum og nýir meðlimir séu vígðir inn með sverði að hætti riddara en þurfi fyrst að gangast undir strangt inntökupróf. „Það er algjörlega bannað að væla undan kulda. Ef fólk brosir ekki bara og þegir, þótt það sé algjörlega að drepast úr kulda, fær það ekki að vera með.“ Aðspurður segir Paul hugmyndina um að fara á sólríkan og hlýjan stað alveg hafa komið upp, en Ísland hafi heillað þá meira. „Við Norðmenn erum auðvitað þekktir fyrir að vera harðir af okkur. Það er einungis ein þjóð sem er harðari en við, og það eru Íslendingar. Við erum ekki of miklir með okkur, við getum alveg viðurkennt það að hér erum við í öðru sæti. Þess vegna langar okkur að koma í heimsókn, hitta íslenskt ísbaðfólk eða sjósundskappa og eiga skemmtilegan dag við böð,“ segir Paul, sem neitar ekki að hann renni hýru auga til hlýjunnar í Bláa lóninu að loknu íssundinu. Von er á félögunum til landsins þann 27. janúar og þeim sem hafa áhuga á að kæla sig niður með þeim er bent á að hafa samband við Paul, í netfangið paul.hellenes hjá fmve.no. bergthora@frettabladid.is
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“