Innlent

Skjálftahrina við Kleifarvatn

Sveifluháls ofan Krýsuvíkur.
Sveifluháls ofan Krýsuvíkur.
Jarðskjálfti upp á 3,2 á richter varð við Kleifarvatn klukkan 05:46. Annar álíka stór skjálfti varð klukkan 05:20 og hefur veðurstofu borist tilkynning að sá seinni hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Þá varð annar stærri skjálfti klukkan rúmlega níu en sá fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur verið við Kleifarvatn frá því á fimmtudagskvöld en skjálftarnir eru flestir litlir á 3-5 kílómetra dýpi. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×