Gildi skólabókasafna Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skrifar 21. október 2011 06:00 Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merkilegt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi miðill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgangast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verður okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunnáttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með Netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt þá er nauðsynlegt að skila nemendum út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræðirit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsingalæsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í samvinnu við hinar ýmsu námsgreinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til samþætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjölbreyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til framhaldsnáms og bættra starfskjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðnings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljótlegri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skortir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nemendur heltist úr lestinni á unglingsaldri vegna þess að námsframboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skólasöfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundarvakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun