John Grant á Iceland Airwaves: Stórkostlegur sögumaður 17. október 2011 10:52 John Grant. Norðurljós í Hörpu. John Grant var ekkert að klæða sig upp fyrir tónleika sína í Hörpu. Hann settist fyrir framan flygilinn með lopahúfu á hausnum og hamraði inn æðislegar melódíur í tæpan klukkutíma. Grant er frábær sögumaður og sýndi fimi sína milli laga. Sagði frá erfiðum uppvaxtarárum, en hann uppgvötaði mjög snemma að hann er hommi og taldi lengi að það væri synd. Lög eins og Sigourney Weaver hljómuðu stórkostlega og frábærir textarnir nutu sín vel. Einlægni John Grant og áhrif eru svo yfirþyrmandi að ég heyrði að ungum manni sem fór á tónleika hans á Kexi og gat ekki stillt sig um að hringja í móður sína og segja henni að hann elskaði hana þegar flutningurinn stóð sem hæst. Hann endaði tónleikana á því að lýsa yfir löngun sinni til að heimsækja landið á ný. Ég vona að hann geri það fyrst, enda voru tónleikarnir óaðfinnanlegir. - afb Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
John Grant. Norðurljós í Hörpu. John Grant var ekkert að klæða sig upp fyrir tónleika sína í Hörpu. Hann settist fyrir framan flygilinn með lopahúfu á hausnum og hamraði inn æðislegar melódíur í tæpan klukkutíma. Grant er frábær sögumaður og sýndi fimi sína milli laga. Sagði frá erfiðum uppvaxtarárum, en hann uppgvötaði mjög snemma að hann er hommi og taldi lengi að það væri synd. Lög eins og Sigourney Weaver hljómuðu stórkostlega og frábærir textarnir nutu sín vel. Einlægni John Grant og áhrif eru svo yfirþyrmandi að ég heyrði að ungum manni sem fór á tónleika hans á Kexi og gat ekki stillt sig um að hringja í móður sína og segja henni að hann elskaði hana þegar flutningurinn stóð sem hæst. Hann endaði tónleikana á því að lýsa yfir löngun sinni til að heimsækja landið á ný. Ég vona að hann geri það fyrst, enda voru tónleikarnir óaðfinnanlegir. - afb
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira