Nýtt vor í tónlist Guðni Tómasson skrifar 4. maí 2011 06:00 Það vorar í íslensku tónlistarlífi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, við Austurhöfnina í Reykjavík, boðar nýtt upphaf fyrir tónlistarfólk og tónlistaráhugamenn á Íslandi. Miklir möguleikar skapast í flutningi á alls kyns tónlist í húsi sem stenst allar væntingar sem gerðar eru til tónlistarhúsa í dag. Í kvöld rennur upp merkileg stund í menningu landsmanna þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands, síkvikur unglingur á sjötugsaldri, heldur sína fyrstu tónleika í húsinu. Með flutningi sveitarinnar í Hörpu verða henni allir vegir færir. Viðbrigðin eru mikil fyrir hljóðfæraleikarana og það sama munu tónleikagestir upplifa, sem margir hverjir þekkja til sveitarinnar og hafa stutt hana í áraraðir. Draumurinn um tónlistarhús í Reykjavík er kominn til ára sinna en verður nú skyndilega að veruleika. Upplifunin verður ný og fyrir þá sem ekki hafa enn reynt tónleika hljómsveitarinnar fer nú að verða rétti tíminn til að prófa, því að við þessar aðstæður á að leika tónlist. Húsið okkarHarpa þarf að vera hús allra landsmanna enda hefur íslenskt tónlistarlíf átt drjúgan þátt í að viðhalda og byggja upp sjálfsmynd þjóðarinnar. Í Hörpu mun fjölbreytt tónlist hljóma og víst er af nógu að taka þegar horft er yfir sviðið. Framboð á tónlist og menningu í höfuðborginni er slíkt að stærri borgir væru fullsæmdar af. Rétt er að hvetja alla sem unna tónlist að finna sér eitthvað við hæfi í dagskrá Hörpu, en hafir þú ekki prófað lifandi flutning á sinfónískri tónlist, ágæti lesandi, þá skaltu fylgjast með starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á næstu misserum. Krafturinn, hljómurinn og óteljandi litir tónlistarinnar gætu komið þér á óvart, því að í alvöru tónleikasal eins og stóra salnum í Hörpu, Eldborg, finnur maður fyrir tónlistinni með fleiri skynfærum en heyrninni einni. Maður þarf ekkert að vita, bara vera tilbúinn að upplifa. Fólkið á sviðinu veit allt sem til þarf. Það er stór dagur í lífi þeirra og okkar allra sem njótum menningar og lista í þessu landi. Við megum vera stolt af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Það vorar í íslensku tónlistarlífi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, við Austurhöfnina í Reykjavík, boðar nýtt upphaf fyrir tónlistarfólk og tónlistaráhugamenn á Íslandi. Miklir möguleikar skapast í flutningi á alls kyns tónlist í húsi sem stenst allar væntingar sem gerðar eru til tónlistarhúsa í dag. Í kvöld rennur upp merkileg stund í menningu landsmanna þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands, síkvikur unglingur á sjötugsaldri, heldur sína fyrstu tónleika í húsinu. Með flutningi sveitarinnar í Hörpu verða henni allir vegir færir. Viðbrigðin eru mikil fyrir hljóðfæraleikarana og það sama munu tónleikagestir upplifa, sem margir hverjir þekkja til sveitarinnar og hafa stutt hana í áraraðir. Draumurinn um tónlistarhús í Reykjavík er kominn til ára sinna en verður nú skyndilega að veruleika. Upplifunin verður ný og fyrir þá sem ekki hafa enn reynt tónleika hljómsveitarinnar fer nú að verða rétti tíminn til að prófa, því að við þessar aðstæður á að leika tónlist. Húsið okkarHarpa þarf að vera hús allra landsmanna enda hefur íslenskt tónlistarlíf átt drjúgan þátt í að viðhalda og byggja upp sjálfsmynd þjóðarinnar. Í Hörpu mun fjölbreytt tónlist hljóma og víst er af nógu að taka þegar horft er yfir sviðið. Framboð á tónlist og menningu í höfuðborginni er slíkt að stærri borgir væru fullsæmdar af. Rétt er að hvetja alla sem unna tónlist að finna sér eitthvað við hæfi í dagskrá Hörpu, en hafir þú ekki prófað lifandi flutning á sinfónískri tónlist, ágæti lesandi, þá skaltu fylgjast með starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á næstu misserum. Krafturinn, hljómurinn og óteljandi litir tónlistarinnar gætu komið þér á óvart, því að í alvöru tónleikasal eins og stóra salnum í Hörpu, Eldborg, finnur maður fyrir tónlistinni með fleiri skynfærum en heyrninni einni. Maður þarf ekkert að vita, bara vera tilbúinn að upplifa. Fólkið á sviðinu veit allt sem til þarf. Það er stór dagur í lífi þeirra og okkar allra sem njótum menningar og lista í þessu landi. Við megum vera stolt af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hörpu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar