Frábærar hugmyndir stjórnvalda Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 4. maí 2011 06:00 Í síðasta mánuði kynntu stjórnvöld hugmyndir sínar um að leggja 10 milljarða í eflingu almenningssamgangna á komandi árum. Ætlunin er að fá sveitarfélögin til að leggja einnig fram fjármagn og að með þessu átaki verði hægt að gera samgöngur „greiðari, hagkvæmari og sjálfbærari“ eins og segir í tilkynningu á vef Innanríkisráðuneytisins. Af sama tilefni kynnti ráðuneytið tillögur starfshóps sem settur var á fót til að móta helstu áherslur. Þar er lykilatriðið eftirfarandi: „Efling göngu, hjólreiða og almenningssamgangna sem valkosts í samgöngum“ (Innanríkisráðuneytið 2011). Ferðir og flutningar eru nú annar stærsti útgjaldaliður heimilanna og rekstur einkabílsins snertir pyngju landsmanna sem aldrei fyrr. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur til þessa miðast við þarfir einkabílsins á meðan aðrir kostir í samgöngum hafa fengið minna vægi. En hugarfarsbreyting er að verða meðal almennings í þessum efnum. Nú vilja flestir bæta almenningssamgöngur, minnka umferð einkabíla og bæta göngu- og hjólastíga (Könnun á ferðavenjum: Sumar 2010). Hafnarfjörður er á jaðri höfuðborgarsvæðisins og íbúar nálgast 27 þúsund. Í Hafnarfirði er ekki aðeins íbúðarbyggð heldur fjölbreytt atvinnustarfsemi. Tekjur sveitarfélagsins af atvinnuhúsnæði eru meiri en af íbúðarhúsnæði, sem sýnir hversu umfangsmikil starfsemin er. Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu starfar í bænum og í því samhengi eru samgöngur þýðingarmiklar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerir sér grein fyrir mikilvægi bæjarins og leggur áherslu á þýðingu samgöngukerfisins fyrir mannlíf og atvinnulíf í borginni. Í desember síðastliðnum, samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar einróma að setja á fót starfshóp um bættar hjólreiðasamgöngur í bænum. Tilgangurinn er að koma til móts við þann aukna fjölda sem nú kýs að nota reiðhjól sem samgöngutæki. Bærinn hefur sett sér það markmið að verða í fararbroddi sveitarfélaga sem bjóða upp á hjólreiðar sem raunverulegan kost í samgöngum. Með því móti telur bæjarstjórnin sig hafa stigið mikilvægt skref í átt að fjölbreyttu samgöngumynstri og hvetur önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama. Það er full ástæða til að lýsa ánægju með frumkvæði og Hafnfirðingar eru reiðubúnir til þátttöku en leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld sýni frumkvæði um samráð og samstöðu sveitarfélaganna sem hlut eiga að máli. Samgöngur eru ekki einkamál sveitarfélaganna heldur hagsmunamál höfuðborgarbúa hvar sem þeir eru í sveit settir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði kynntu stjórnvöld hugmyndir sínar um að leggja 10 milljarða í eflingu almenningssamgangna á komandi árum. Ætlunin er að fá sveitarfélögin til að leggja einnig fram fjármagn og að með þessu átaki verði hægt að gera samgöngur „greiðari, hagkvæmari og sjálfbærari“ eins og segir í tilkynningu á vef Innanríkisráðuneytisins. Af sama tilefni kynnti ráðuneytið tillögur starfshóps sem settur var á fót til að móta helstu áherslur. Þar er lykilatriðið eftirfarandi: „Efling göngu, hjólreiða og almenningssamgangna sem valkosts í samgöngum“ (Innanríkisráðuneytið 2011). Ferðir og flutningar eru nú annar stærsti útgjaldaliður heimilanna og rekstur einkabílsins snertir pyngju landsmanna sem aldrei fyrr. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur til þessa miðast við þarfir einkabílsins á meðan aðrir kostir í samgöngum hafa fengið minna vægi. En hugarfarsbreyting er að verða meðal almennings í þessum efnum. Nú vilja flestir bæta almenningssamgöngur, minnka umferð einkabíla og bæta göngu- og hjólastíga (Könnun á ferðavenjum: Sumar 2010). Hafnarfjörður er á jaðri höfuðborgarsvæðisins og íbúar nálgast 27 þúsund. Í Hafnarfirði er ekki aðeins íbúðarbyggð heldur fjölbreytt atvinnustarfsemi. Tekjur sveitarfélagsins af atvinnuhúsnæði eru meiri en af íbúðarhúsnæði, sem sýnir hversu umfangsmikil starfsemin er. Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu starfar í bænum og í því samhengi eru samgöngur þýðingarmiklar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerir sér grein fyrir mikilvægi bæjarins og leggur áherslu á þýðingu samgöngukerfisins fyrir mannlíf og atvinnulíf í borginni. Í desember síðastliðnum, samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar einróma að setja á fót starfshóp um bættar hjólreiðasamgöngur í bænum. Tilgangurinn er að koma til móts við þann aukna fjölda sem nú kýs að nota reiðhjól sem samgöngutæki. Bærinn hefur sett sér það markmið að verða í fararbroddi sveitarfélaga sem bjóða upp á hjólreiðar sem raunverulegan kost í samgöngum. Með því móti telur bæjarstjórnin sig hafa stigið mikilvægt skref í átt að fjölbreyttu samgöngumynstri og hvetur önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama. Það er full ástæða til að lýsa ánægju með frumkvæði og Hafnfirðingar eru reiðubúnir til þátttöku en leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld sýni frumkvæði um samráð og samstöðu sveitarfélaganna sem hlut eiga að máli. Samgöngur eru ekki einkamál sveitarfélaganna heldur hagsmunamál höfuðborgarbúa hvar sem þeir eru í sveit settir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar