Lífið

Ánægðir gestir á Freddie Mercury-tónleikum

Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Hólmfríður Erlingsdóttir skemmtu sér vel.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Hólmfríður Erlingsdóttir skemmtu sér vel. fréttablaðið/stefán
Tvennir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, hinum sáluga söngvara Queen, voru haldnir í Hörpu á miðvikudagskvöld.

Stemningin í salnum var góð enda sá hópur góðra söngvara og tónlistarmanna um að lög Mercury kæmust vel til skila. Í hópnum voru þau Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Matthías Matthíasson, Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Hulda Björk Garðarsdóttir, sem stóðu sig með prýði.

Stefán Karlsson ljósmyndari kíkti á tónleikana og tók nokkrar myndir af ánægðum gestum. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.