Handbolti

HM 2011: Twitterbann hjá Svíum í Brasilíu

Sænska landsliðið fær ekki að skrifa á Twitter og aðrar samskiptasíður á meðan HM í Brasilíu stendur yfir.
Sænska landsliðið fær ekki að skrifa á Twitter og aðrar samskiptasíður á meðan HM í Brasilíu stendur yfir. AFP
Heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna hefst í Brasilíu í næstu viku þar sem Rússar hafa titil að verja. Landsliðin undirbúa sig af krafti fyrir keppnina þessa dagana. Leikmenn sænska liðsins ætla ekki að láta neitt trufla sig á meðan keppnin fer fram því þeir mega ekki skrifa neitt á samskiptasíður á borð við Twitter, Facebook eða blogg á meðan HM stendur yfir.

Um helmingur leikmanna sænska landsliðsins skrifa reglulega „tíst“ á Twitter. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sænska landsliðið gerir þetta en slíkt bann var sett eftir HM fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×