Ögmundur vill banna öllum útlendingum að fjárfesta á Íslandi 25. nóvember 2011 17:16 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að hann vilji skoða það, að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi, líka þeim sem búa innan hins evrópska efnahagssvæðis. Þetta kom fram í máli Ögmundar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi ákvörðun sína um að hafna því að kínverski kaupsýslumaðurinn fái undanþágu til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur segir að vissulega séu sumir óánægði með þessa niðurstöðu „en hún er ótvíræð og byggir á áliti sérfræðinga ráðuneytisins sem hafa mátað þessa umsókn við íslensk lög," segir Ögmundur. Það hafi ekki gengið upp að veita undanþáguna. Ráðherran bendir á að meginreglan sé sú að aðilum utan EES sé óheimilt að kaupa hér jarðir. Hægt sé að veita undanþágur en hann segir að í þessu tilviki hafi skilyrðin ekki staðist. Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Hann segir að á sínum tíma hafi verið deilt um málið þegar Ísland gerðist aðili að EES. „Þá vildu menn reisa hærri girðingar." Ögmundur segir að þær girðingar hafi að nokkru leiti verið til staðar en að breytingar hafi verið gerðar 2003 og þá hafi þær að hluta til verið teknar niður aftur. „Við þurfum einfaldlega að ganga í það að endurskoða þessi mál." Ögmundur segir að vissulega séu skiptar skoðanir um þetta. Hann trúir því þó ekki að þetta hafi áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Hvernig getur það spillt stjórnarsamstarfi að fara að landslögum? Ef menn eru ósáttir við landslögin þá ganga menn í það að breyta þeim." Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að hann vilji skoða það, að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi, líka þeim sem búa innan hins evrópska efnahagssvæðis. Þetta kom fram í máli Ögmundar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi ákvörðun sína um að hafna því að kínverski kaupsýslumaðurinn fái undanþágu til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur segir að vissulega séu sumir óánægði með þessa niðurstöðu „en hún er ótvíræð og byggir á áliti sérfræðinga ráðuneytisins sem hafa mátað þessa umsókn við íslensk lög," segir Ögmundur. Það hafi ekki gengið upp að veita undanþáguna. Ráðherran bendir á að meginreglan sé sú að aðilum utan EES sé óheimilt að kaupa hér jarðir. Hægt sé að veita undanþágur en hann segir að í þessu tilviki hafi skilyrðin ekki staðist. Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Hann segir að á sínum tíma hafi verið deilt um málið þegar Ísland gerðist aðili að EES. „Þá vildu menn reisa hærri girðingar." Ögmundur segir að þær girðingar hafi að nokkru leiti verið til staðar en að breytingar hafi verið gerðar 2003 og þá hafi þær að hluta til verið teknar niður aftur. „Við þurfum einfaldlega að ganga í það að endurskoða þessi mál." Ögmundur segir að vissulega séu skiptar skoðanir um þetta. Hann trúir því þó ekki að þetta hafi áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Hvernig getur það spillt stjórnarsamstarfi að fara að landslögum? Ef menn eru ósáttir við landslögin þá ganga menn í það að breyta þeim."
Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50
Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06
Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05
Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59
Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21