Ögmundur vill banna öllum útlendingum að fjárfesta á Íslandi 25. nóvember 2011 17:16 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að hann vilji skoða það, að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi, líka þeim sem búa innan hins evrópska efnahagssvæðis. Þetta kom fram í máli Ögmundar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi ákvörðun sína um að hafna því að kínverski kaupsýslumaðurinn fái undanþágu til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur segir að vissulega séu sumir óánægði með þessa niðurstöðu „en hún er ótvíræð og byggir á áliti sérfræðinga ráðuneytisins sem hafa mátað þessa umsókn við íslensk lög," segir Ögmundur. Það hafi ekki gengið upp að veita undanþáguna. Ráðherran bendir á að meginreglan sé sú að aðilum utan EES sé óheimilt að kaupa hér jarðir. Hægt sé að veita undanþágur en hann segir að í þessu tilviki hafi skilyrðin ekki staðist. Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Hann segir að á sínum tíma hafi verið deilt um málið þegar Ísland gerðist aðili að EES. „Þá vildu menn reisa hærri girðingar." Ögmundur segir að þær girðingar hafi að nokkru leiti verið til staðar en að breytingar hafi verið gerðar 2003 og þá hafi þær að hluta til verið teknar niður aftur. „Við þurfum einfaldlega að ganga í það að endurskoða þessi mál." Ögmundur segir að vissulega séu skiptar skoðanir um þetta. Hann trúir því þó ekki að þetta hafi áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Hvernig getur það spillt stjórnarsamstarfi að fara að landslögum? Ef menn eru ósáttir við landslögin þá ganga menn í það að breyta þeim." Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að hann vilji skoða það, að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi, líka þeim sem búa innan hins evrópska efnahagssvæðis. Þetta kom fram í máli Ögmundar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi ákvörðun sína um að hafna því að kínverski kaupsýslumaðurinn fái undanþágu til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur segir að vissulega séu sumir óánægði með þessa niðurstöðu „en hún er ótvíræð og byggir á áliti sérfræðinga ráðuneytisins sem hafa mátað þessa umsókn við íslensk lög," segir Ögmundur. Það hafi ekki gengið upp að veita undanþáguna. Ráðherran bendir á að meginreglan sé sú að aðilum utan EES sé óheimilt að kaupa hér jarðir. Hægt sé að veita undanþágur en hann segir að í þessu tilviki hafi skilyrðin ekki staðist. Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Hann segir að á sínum tíma hafi verið deilt um málið þegar Ísland gerðist aðili að EES. „Þá vildu menn reisa hærri girðingar." Ögmundur segir að þær girðingar hafi að nokkru leiti verið til staðar en að breytingar hafi verið gerðar 2003 og þá hafi þær að hluta til verið teknar niður aftur. „Við þurfum einfaldlega að ganga í það að endurskoða þessi mál." Ögmundur segir að vissulega séu skiptar skoðanir um þetta. Hann trúir því þó ekki að þetta hafi áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Hvernig getur það spillt stjórnarsamstarfi að fara að landslögum? Ef menn eru ósáttir við landslögin þá ganga menn í það að breyta þeim."
Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50
Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði "Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum. 25. nóvember 2011 16:06
Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05
Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59
Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því "Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. 25. nóvember 2011 15:21
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent