Gagnrýnir RÚV fyrir einhliða fréttaflutning af níumenningunum Valur Grettisson skrifar 28. febrúar 2011 09:58 „Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn," skrifar Karl M. Kristjánsson, starfsmannastjóri Alþingis, í Fréttablaðið í dag þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning RÚV af máli Níumenninganna harðlega. Karl gerir umfjöllun Kastljós um málið í maí á síðasta ári að umtalsefni og gagnrýnir þáttinn fyrir að sýna „aðeins valdar rúmlega 30 sekúndur" úr myndbandi frá atburðinum sem var 2:47 á lengd. Svo skrifar Karl: „Hvers vegna sýndi RÚV ekki myndbandið í heild? Ekki hefur skort tíma í umfjöllun um þetta mál hjá ríkisfjölmiðlunum. Allt jafnvægi hvarf úr umræðunni frá þessum degi. Búið var að hanna atburðarás og flestir héldu að hér kæmi sannleikurinn fram. Enda sýnt í sjálfu ríkissjónvarpinu." Karl segir svo í lok greinarinnar: „Helst mátti skilja á ýmsum málsmetandi aðilum að þingverðirnir ættu að biðjast afsökunar á því að hafa látið berja sig. Þeir eiga fáa vini í þessu máli. Enginn hefur nefnt opinberlega að þau eigi afsökunarbeiðni skilið þrátt fyrir dóminn. Hins vegar verða þau ítrekað að þola svívirðingar og jafnvel morðhótanir fyrir það eitt að vinna fyrir Alþingi." Þess má geta að í réttarhöldunum yfir níumenningunum kom fram að upptakan hefði í raun verið lengri upphaflega. Starfsmaður Alþingis virðist, af sjálfsdáðum, hafa tekið 4 mínútur úr öryggismyndavélum, og lagt fyrir forsætisnefnd en aðrar upptökur, sem hefðu getað varpað ljósi á atburðina, eru horfnar. Hinsvegar er hægt að horfa á myndbandið, það er að segja þær mínútur sem Karl talar um, í heild sinni hér í viðhengi Allir hinir ákærður voru sýknaðir af árás á Alþingi. Grein Karls má lesa í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. 28. febrúar 2011 09:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn," skrifar Karl M. Kristjánsson, starfsmannastjóri Alþingis, í Fréttablaðið í dag þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning RÚV af máli Níumenninganna harðlega. Karl gerir umfjöllun Kastljós um málið í maí á síðasta ári að umtalsefni og gagnrýnir þáttinn fyrir að sýna „aðeins valdar rúmlega 30 sekúndur" úr myndbandi frá atburðinum sem var 2:47 á lengd. Svo skrifar Karl: „Hvers vegna sýndi RÚV ekki myndbandið í heild? Ekki hefur skort tíma í umfjöllun um þetta mál hjá ríkisfjölmiðlunum. Allt jafnvægi hvarf úr umræðunni frá þessum degi. Búið var að hanna atburðarás og flestir héldu að hér kæmi sannleikurinn fram. Enda sýnt í sjálfu ríkissjónvarpinu." Karl segir svo í lok greinarinnar: „Helst mátti skilja á ýmsum málsmetandi aðilum að þingverðirnir ættu að biðjast afsökunar á því að hafa látið berja sig. Þeir eiga fáa vini í þessu máli. Enginn hefur nefnt opinberlega að þau eigi afsökunarbeiðni skilið þrátt fyrir dóminn. Hins vegar verða þau ítrekað að þola svívirðingar og jafnvel morðhótanir fyrir það eitt að vinna fyrir Alþingi." Þess má geta að í réttarhöldunum yfir níumenningunum kom fram að upptakan hefði í raun verið lengri upphaflega. Starfsmaður Alþingis virðist, af sjálfsdáðum, hafa tekið 4 mínútur úr öryggismyndavélum, og lagt fyrir forsætisnefnd en aðrar upptökur, sem hefðu getað varpað ljósi á atburðina, eru horfnar. Hinsvegar er hægt að horfa á myndbandið, það er að segja þær mínútur sem Karl talar um, í heild sinni hér í viðhengi Allir hinir ákærður voru sýknaðir af árás á Alþingi. Grein Karls má lesa í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. 28. febrúar 2011 09:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. 28. febrúar 2011 09:00