Nímenningarnir segja dóminn til málamynda Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 16:19 Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra af nímenningunum, tjáir sig um dóminn. Mynd/ GVA. Nímenningarnir sem voru sakaðir um árás gegn Alþingi segja að dómurinn sem féll í héraðsdómi í morgun sé málamyndadómur. Hann sé í engu samræmi við þær alvarlegu ákærur sem þau hafi setið undir síðasta árið. Það var enginn dæmdur fyrir árás gegn Alþingi í morgun, en aðalatriði ákærunnar laut að því ákæruefni. Hins vegar hlutu tveir skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir brot gegn valdstjórninni og tvær konur fengu sektir. Nímenningarnir segja að dómurinn sé nógu mildur til að sefa mögulega reiði fólks. „...en þó það harður að hann fullnægir refsiþörf ríkisvaldsins, breiðir yfir skömm þess og ýtir stoðum undir áframhaldandi ofsóknir í garð pólitískra andstæðinga þess," segir í yfirlýsingunni. Nímenningarnir segja að Alþingi sé smánarblettur á íslensku samfélagi og beri upphaflega ábyrgð á þessu máli. Fjölmargir þingmenn og starfsmenn þingsins - sér í lagi forseti alþingis, klappstýra ákæruvaldsins - hafi tekið virkan þátt í að bera út róg um þau. Þær smávægilegu tilraunir örfárra þingmanna til að vega upp á móti þessari lygaherferð hafi verið þaggaðar í hel af þeim sömu og lugu hvað mest. „Jóhanna Sigurðardóttir og félagar: Við fyrirlítum tækifærissinnaða og örvæntingarfulla tilraun ykkar til að bjarga eigin skinni á seinustu stundu," segja nímenningarnir í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum. Tengdar fréttir Dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. 16. febrúar 2011 10:57 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Nímenningarnir sem voru sakaðir um árás gegn Alþingi segja að dómurinn sem féll í héraðsdómi í morgun sé málamyndadómur. Hann sé í engu samræmi við þær alvarlegu ákærur sem þau hafi setið undir síðasta árið. Það var enginn dæmdur fyrir árás gegn Alþingi í morgun, en aðalatriði ákærunnar laut að því ákæruefni. Hins vegar hlutu tveir skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir brot gegn valdstjórninni og tvær konur fengu sektir. Nímenningarnir segja að dómurinn sé nógu mildur til að sefa mögulega reiði fólks. „...en þó það harður að hann fullnægir refsiþörf ríkisvaldsins, breiðir yfir skömm þess og ýtir stoðum undir áframhaldandi ofsóknir í garð pólitískra andstæðinga þess," segir í yfirlýsingunni. Nímenningarnir segja að Alþingi sé smánarblettur á íslensku samfélagi og beri upphaflega ábyrgð á þessu máli. Fjölmargir þingmenn og starfsmenn þingsins - sér í lagi forseti alþingis, klappstýra ákæruvaldsins - hafi tekið virkan þátt í að bera út róg um þau. Þær smávægilegu tilraunir örfárra þingmanna til að vega upp á móti þessari lygaherferð hafi verið þaggaðar í hel af þeim sömu og lugu hvað mest. „Jóhanna Sigurðardóttir og félagar: Við fyrirlítum tækifærissinnaða og örvæntingarfulla tilraun ykkar til að bjarga eigin skinni á seinustu stundu," segja nímenningarnir í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum.
Tengdar fréttir Dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. 16. febrúar 2011 10:57 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. 16. febrúar 2011 10:57
Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42
Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30
Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03