Íslendingur í Christchurch: Allt úr skorðum 22. febrúar 2011 12:20 MYND/David Alexander/ThePress Líney Weishappel býr í Christchurch, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt, ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún var við vinnu í miðborginni þegar skjálftinn reið yfir. „Hann hefur varað í svona 20 sekúndur og þetta var mjög mikill hristingur." Líney segist hafa búið á Íslandi sumarið 2000 þegar tveir öflugir skjálftar skullu á með skömmu millibili og segir hún að skjálftinn í gær hafi verið mun öflugri. Heima hjá Líney fór allt úr skorðum, vatnspípur hrukku í sundur og rafmagnið er farið af. Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richter og upptök hans voru í um 10 km fjarlægð frá borginni. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu en þúsundir manna leita nú í rústunum að ættingjum og vinum. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka verulega þegar líður á daginn. Fjöldi húsa er hruninn og meðal annars fórst fjöldi fólks þegar hús hrundi á tvo strætisvagna. Þá hrundi dómskirkja borgarinnar. Síðasta haust urðu miklar skemmdir í Christchruch er jarðskjálfti upp á 7 stig á Richter reið yfir hana en ekkert manntjón varð af völdum þess skjálfta. Að minnsta kosti tveir af vinnustað Líneyjar festust undir þaki sem hrundi. Og margir til viðbótar slösuðsut. Sjálf var hún send heim. Á leiðinni sem venjulega tekur 10 mínútur en tók í þetta skiptið einn og hálfam tíma sá líney vel eyðilegginguna í borginni og skelfinguna á meðal íbúa. „Það er mjög óraunverulegt að það er allt úr skorðum, ekkert rafmagn, götur sprungnar og allir að flýta sér." Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það ekki vegna skemmda á húsum og því nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. Líney hefur náð sambandi við flesta þá Íslendinga sem í Christchurch búa og hefur fengið þær fréttir að þeir séu óhultir. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Líney Weishappel býr í Christchurch, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt, ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún var við vinnu í miðborginni þegar skjálftinn reið yfir. „Hann hefur varað í svona 20 sekúndur og þetta var mjög mikill hristingur." Líney segist hafa búið á Íslandi sumarið 2000 þegar tveir öflugir skjálftar skullu á með skömmu millibili og segir hún að skjálftinn í gær hafi verið mun öflugri. Heima hjá Líney fór allt úr skorðum, vatnspípur hrukku í sundur og rafmagnið er farið af. Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richter og upptök hans voru í um 10 km fjarlægð frá borginni. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu en þúsundir manna leita nú í rústunum að ættingjum og vinum. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka verulega þegar líður á daginn. Fjöldi húsa er hruninn og meðal annars fórst fjöldi fólks þegar hús hrundi á tvo strætisvagna. Þá hrundi dómskirkja borgarinnar. Síðasta haust urðu miklar skemmdir í Christchruch er jarðskjálfti upp á 7 stig á Richter reið yfir hana en ekkert manntjón varð af völdum þess skjálfta. Að minnsta kosti tveir af vinnustað Líneyjar festust undir þaki sem hrundi. Og margir til viðbótar slösuðsut. Sjálf var hún send heim. Á leiðinni sem venjulega tekur 10 mínútur en tók í þetta skiptið einn og hálfam tíma sá líney vel eyðilegginguna í borginni og skelfinguna á meðal íbúa. „Það er mjög óraunverulegt að það er allt úr skorðum, ekkert rafmagn, götur sprungnar og allir að flýta sér." Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það ekki vegna skemmda á húsum og því nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. Líney hefur náð sambandi við flesta þá Íslendinga sem í Christchurch búa og hefur fengið þær fréttir að þeir séu óhultir.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira