Íslendingur í Christchurch: Allt úr skorðum 22. febrúar 2011 12:20 MYND/David Alexander/ThePress Líney Weishappel býr í Christchurch, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt, ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún var við vinnu í miðborginni þegar skjálftinn reið yfir. „Hann hefur varað í svona 20 sekúndur og þetta var mjög mikill hristingur." Líney segist hafa búið á Íslandi sumarið 2000 þegar tveir öflugir skjálftar skullu á með skömmu millibili og segir hún að skjálftinn í gær hafi verið mun öflugri. Heima hjá Líney fór allt úr skorðum, vatnspípur hrukku í sundur og rafmagnið er farið af. Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richter og upptök hans voru í um 10 km fjarlægð frá borginni. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu en þúsundir manna leita nú í rústunum að ættingjum og vinum. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka verulega þegar líður á daginn. Fjöldi húsa er hruninn og meðal annars fórst fjöldi fólks þegar hús hrundi á tvo strætisvagna. Þá hrundi dómskirkja borgarinnar. Síðasta haust urðu miklar skemmdir í Christchruch er jarðskjálfti upp á 7 stig á Richter reið yfir hana en ekkert manntjón varð af völdum þess skjálfta. Að minnsta kosti tveir af vinnustað Líneyjar festust undir þaki sem hrundi. Og margir til viðbótar slösuðsut. Sjálf var hún send heim. Á leiðinni sem venjulega tekur 10 mínútur en tók í þetta skiptið einn og hálfam tíma sá líney vel eyðilegginguna í borginni og skelfinguna á meðal íbúa. „Það er mjög óraunverulegt að það er allt úr skorðum, ekkert rafmagn, götur sprungnar og allir að flýta sér." Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það ekki vegna skemmda á húsum og því nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. Líney hefur náð sambandi við flesta þá Íslendinga sem í Christchurch búa og hefur fengið þær fréttir að þeir séu óhultir. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Líney Weishappel býr í Christchurch, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt, ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún var við vinnu í miðborginni þegar skjálftinn reið yfir. „Hann hefur varað í svona 20 sekúndur og þetta var mjög mikill hristingur." Líney segist hafa búið á Íslandi sumarið 2000 þegar tveir öflugir skjálftar skullu á með skömmu millibili og segir hún að skjálftinn í gær hafi verið mun öflugri. Heima hjá Líney fór allt úr skorðum, vatnspípur hrukku í sundur og rafmagnið er farið af. Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richter og upptök hans voru í um 10 km fjarlægð frá borginni. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu en þúsundir manna leita nú í rústunum að ættingjum og vinum. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka verulega þegar líður á daginn. Fjöldi húsa er hruninn og meðal annars fórst fjöldi fólks þegar hús hrundi á tvo strætisvagna. Þá hrundi dómskirkja borgarinnar. Síðasta haust urðu miklar skemmdir í Christchruch er jarðskjálfti upp á 7 stig á Richter reið yfir hana en ekkert manntjón varð af völdum þess skjálfta. Að minnsta kosti tveir af vinnustað Líneyjar festust undir þaki sem hrundi. Og margir til viðbótar slösuðsut. Sjálf var hún send heim. Á leiðinni sem venjulega tekur 10 mínútur en tók í þetta skiptið einn og hálfam tíma sá líney vel eyðilegginguna í borginni og skelfinguna á meðal íbúa. „Það er mjög óraunverulegt að það er allt úr skorðum, ekkert rafmagn, götur sprungnar og allir að flýta sér." Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það ekki vegna skemmda á húsum og því nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. Líney hefur náð sambandi við flesta þá Íslendinga sem í Christchurch búa og hefur fengið þær fréttir að þeir séu óhultir.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira