Könnun MMR: 70 prósent vilja bylta kvótakerfinu 22. febrúar 2011 14:21 MYND/Hari Ný könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda bendir til þess að nokkur stuðningur sé við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans. „Þannig voru 69,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að greiða leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans, 66,6% sögðust því hlynnt að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9% sögðu að stjórnvöld ættu að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum," segir í tilkynningu frá MMR.„Þá kváðust 17,4% þeirra sem tóku afstöðu vera hlynnt því að handhafar kvóta greiddu eingöngu leigu fyrir afnotin sem næmi rekstrarkostnaði þeirra ríkisstofnana sem þjónusta sjávarútgerðina, 15,1% töldu að núverandi handhafar kvótans ættu að fá að halda honum áfram óskertum og 7,4% sögðust hlynnt því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja," segir ennfremur auk þess sem 31,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera sammála því að hagsmunir núverandi handhafa kvótans og þjóðarinnar í heild væru sameiginlegir.Afstaðan ólík á milli flokka „Nokkur munur reyndist á afstöðu svarenda til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka," segir einnig í tilkynningunni. „Til að mynda voru 89% Samfylkingarfólks og 93% Vinstri grænna hlynnt því að stjórnvöld afturkölluðu gildandi fiskveiðiheimildir og úthlutuðu þeim að nýju með breyttum reglum, samanborið við 36% Sjálfstæðismanna." Stuðningur við að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild reyndist aftur á móti lítill meðal stuðningsmanna allra flokka. „En 16% Sjálfstæðismanna, 10% Framsóknarmanna, 4% Samfylkingarfólks og enginn Vinstri grænna sögðust hlynntir því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja."Hér má kynna sér könnunina betur. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Ný könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda bendir til þess að nokkur stuðningur sé við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans. „Þannig voru 69,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að greiða leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans, 66,6% sögðust því hlynnt að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9% sögðu að stjórnvöld ættu að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum," segir í tilkynningu frá MMR.„Þá kváðust 17,4% þeirra sem tóku afstöðu vera hlynnt því að handhafar kvóta greiddu eingöngu leigu fyrir afnotin sem næmi rekstrarkostnaði þeirra ríkisstofnana sem þjónusta sjávarútgerðina, 15,1% töldu að núverandi handhafar kvótans ættu að fá að halda honum áfram óskertum og 7,4% sögðust hlynnt því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja," segir ennfremur auk þess sem 31,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera sammála því að hagsmunir núverandi handhafa kvótans og þjóðarinnar í heild væru sameiginlegir.Afstaðan ólík á milli flokka „Nokkur munur reyndist á afstöðu svarenda til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka," segir einnig í tilkynningunni. „Til að mynda voru 89% Samfylkingarfólks og 93% Vinstri grænna hlynnt því að stjórnvöld afturkölluðu gildandi fiskveiðiheimildir og úthlutuðu þeim að nýju með breyttum reglum, samanborið við 36% Sjálfstæðismanna." Stuðningur við að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild reyndist aftur á móti lítill meðal stuðningsmanna allra flokka. „En 16% Sjálfstæðismanna, 10% Framsóknarmanna, 4% Samfylkingarfólks og enginn Vinstri grænna sögðust hlynntir því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja."Hér má kynna sér könnunina betur.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira