Ágúst Jóhannsson: Gefur mikið sjálfstraust Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. maí 2011 22:40 Ágúst skipar sínu liði fyrir. Ágúst Jóhannsson var eðlilega svekktur að loknu eins marks ósigrinum gegn Svíþjóð í kvöld, „Ég er hrikalega svekktur, mér fannst við spila frábærlega, sérstaklega varnarlega stærsta hluta leiksins. Það er svekkjandi að ná ekki að leggja silfurlið Svía að velli,“sagði Ágúst. „Við vorum aðeins sofandi til að byrja með og taktlausar. Við fórum yfir einfalda þætti í leikhléinu og stelpurnar komu sér hægt og rólega inn í leikinn. Það var alveg viðbúið því við áttum við bestu vörn í heimi, ásamt norsku vörninni, þannig að það er ekki auðvelt að komast í gegn en við fengum þægilegri sóknir og komumst í betri færi er leið á. Það tók tíma að komast inn í leikinn en við komumst í gang.“ Íslensku markverðirnir vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði ágætlega í seinni hálfleik. Það að vera aðeins einu marki undir með tvö varin skot í hálfleik var magnað afrek og sagði mikið um gæði íslensku varnarinnar. „Markvarslan var alls ekki nógu góð en hún var frábær í síðasta leik, það er bara eins og það er. Markvarslan kom í seinni og við vorum grátlega nálægt því að vinna þetta lið og við skulum átta okkur á því að þetta er ekkert smá lið þannig að ég er mjög stoltur af stelpunum. Þær spiluðu frábærlega og voru til fyrirmyndar.“ Þessi úrslit gefa liðinu mikið sjálfstraust fyrir átökin gegn Úkraínu sem framundan eru en sigri liðið það umspil vinnur það sér sæti á HM í Brasilíu. „Þetta er búið að vera vonum framar og gefur aukið sjálfstraust en við þurfum á öllu okkar að halda á móti Úkraínu og megum ekkert slaka á og þurfum að halda 100% fókus. Það er klárt mál að við þurfum fleira fólk á pallana. Við erum að spila á erfiðum útivelli í Úkraínu og þurfum að búa til gryfju hér í heimaleiknum,“ sagði Ágúst að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira
Ágúst Jóhannsson var eðlilega svekktur að loknu eins marks ósigrinum gegn Svíþjóð í kvöld, „Ég er hrikalega svekktur, mér fannst við spila frábærlega, sérstaklega varnarlega stærsta hluta leiksins. Það er svekkjandi að ná ekki að leggja silfurlið Svía að velli,“sagði Ágúst. „Við vorum aðeins sofandi til að byrja með og taktlausar. Við fórum yfir einfalda þætti í leikhléinu og stelpurnar komu sér hægt og rólega inn í leikinn. Það var alveg viðbúið því við áttum við bestu vörn í heimi, ásamt norsku vörninni, þannig að það er ekki auðvelt að komast í gegn en við fengum þægilegri sóknir og komumst í betri færi er leið á. Það tók tíma að komast inn í leikinn en við komumst í gang.“ Íslensku markverðirnir vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði ágætlega í seinni hálfleik. Það að vera aðeins einu marki undir með tvö varin skot í hálfleik var magnað afrek og sagði mikið um gæði íslensku varnarinnar. „Markvarslan var alls ekki nógu góð en hún var frábær í síðasta leik, það er bara eins og það er. Markvarslan kom í seinni og við vorum grátlega nálægt því að vinna þetta lið og við skulum átta okkur á því að þetta er ekkert smá lið þannig að ég er mjög stoltur af stelpunum. Þær spiluðu frábærlega og voru til fyrirmyndar.“ Þessi úrslit gefa liðinu mikið sjálfstraust fyrir átökin gegn Úkraínu sem framundan eru en sigri liðið það umspil vinnur það sér sæti á HM í Brasilíu. „Þetta er búið að vera vonum framar og gefur aukið sjálfstraust en við þurfum á öllu okkar að halda á móti Úkraínu og megum ekkert slaka á og þurfum að halda 100% fókus. Það er klárt mál að við þurfum fleira fólk á pallana. Við erum að spila á erfiðum útivelli í Úkraínu og þurfum að búa til gryfju hér í heimaleiknum,“ sagði Ágúst að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira