Erlent

Ríkisstjórn Grikklands hélt velli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
George Papandreou stóð af sér vantrauststillöguna.
George Papandreou stóð af sér vantrauststillöguna. mynd/ afp.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, stóð af sér vantrauststillögu sem kosið var um í gríska þinginu nú í kvöld. Þrjúhundruð sæti eru á þinginu. Þar af studdu 153 Paoandreou og ríkisstjórnina en 144 vildu ríkisstjórnina burt.

Í ræðu sem Papandreou flutti í gríska þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna útilokaði hann þingkosningar í bráð. En hann sagðist vera tilbúinn til þess að ræða við forystumenn annarra flokka um aðkomu að ríkisstjórninni.

Papandreou olli hneyksli fyrr í vikunni og miklum óróa á mörkuðum í Evrópu þegar að hann sagðist ætla að standa fyrir þjóðaratkvæðagreðslu um björgunaraðgerðir til handa Grikkjum.

Í dag fékkst svo staðfest frá fjármálaráðherra Grikklands að slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri út úr myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×