Innlent

Steingrímur endurkjörinn formaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var endurkjörinn formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð á landsfundi flokksins í dag.

Steingrímur hlaut tæplega 77% atkvæða. Tveir voru í framboði auk Steingríms, Margrét Pétursdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Margrét hlaut 15,7% atkvæða og Þorvaldur hlaut 7,6% atkvæða. Alls greiddu 208 atkvæði í kosningunum og voru 10 seðlar auðir eða ógildir.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra var sjálfkjörin í embætti varaformanns og Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi var sjálfkjörin í embætti ritara. Þá var Hildur Traustadóttir sjálfkjörin í embætti gjaldkera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×