Áskorun til dómsmálaráðherra Nítján einstaklingar skora á Ögmund Jónasson dómsmálaráðherra skrifar 12. janúar 2011 06:00 Merkilegt ár í sögu kvenréttinda á Íslandi er nú að baki, en árið 2010 voru 95 ár frá því konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum, 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum, 30 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og 20 ár frá stofnun Stígamóta svo nokkrir áfangar séu nefndir. Við undirrituð teljum rétt að líta yfir stöðuna á þessum tímamótum. Með það í huga lýsum við yfir þungum áhyggjum af brotalömum innan réttarvörslukerfisins hér á landi. Á árunum 2006-2009 voru rúmlega 70% kærðra nauðgunarmála felld niður hjá embætti ríkissaksóknara. Mun algengara er að kærur vegna nauðgana séu felldar niður en kærur vegna annarra hegningarlagabrota. Sem dæmi má nefna að árið 2006 voru 40% annarra hegningarlagamála felld niður, en 73% nauðgunarmála. Árið 2008 voru 24% annarra hegningarlagamála felld niður, en 69% nauðgunarmála. Þessi háa tíðni niðurfellinga á nauðgunarmálum er vísbending um brotalöm í meðferð þeirra. Ýmsar alþjóðlegar stofnanir, svo sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, auk nefndar um afnám misréttis gegn konum (CEDAW), hafa lýst yfir áhyggjum af misræminu hér á landi, milli fjölda kærðra nauðgana sem berast lögreglu, fjölda ákæra sem gefnar eru út hjá embætti ríkissaksóknara, og að lokum fjölda sakfellinga. Á undanförnum árum hafa fleiri brotaþolar kært nauðgun en tíðkaðist áður. Þó hafa fleiri kærur ekki leitt til fleiri sakfellinga og er það áhyggjuefni. Nýlega var starfssvið kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útvíkkað með þeim hætti að rannsókn ofbeldisbrota var bætt við skyldur hennar. Þessi breyting jók verulega álagið á starfsfólk deildarinnar sem getur ekki lengur helgað sig að rannsókn kynferðisbrota. Því er full ástæða til að kanna hvort áðurnefnd útvíkkun hafi haft neikvæð áhrif á rannsókn kynferðisbrota. Á undanförnum mánuðum hafa menn sem gegna lykilstöðum í opinberri meðferð kynferðisbrota tjáð sig um málaflokkinn í fjölmiðlum. Er það annars vegar Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og hins vegar Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Ýmis samtök sem gæta hagsmuna þolenda kynferðisofbeldis hafa sagt ummæli þeirra trúnaðarbrest sem lýsa fordómum og þekkingarleysi á stöðu brotaþola í þessum málaflokki. Þrátt fyrir þetta höfðu ummæli þeirra ekki varanlegar afleiðingar. Björgvin var tímabundið færður til í starfi vegna ummæla sinna um ölvun og nauðganir, en var settur aftur í stöðu yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar þremur mánuðum síðar án þess að því fylgdu opinberar skýringar um hvers vegna hann teldist hæfur á ný. Nauðsynlegt er að gera kröfu til faglegra vinnubragða af hálfu fólks í lykilstöðum innan réttarvörslukerfisins. Þegar það opinberar viðhorf sem eru til marks um ranghugmyndir eða vanþekkingu, er afleiðingin trúnaðarbrestur við samfélagið sem kerfið á að þjóna. Þá gagnrýni sem hér hefur verið fjallað um, bæði frá alþjóðasamfélaginu og innlendum aðilum, ber að taka alvarlega. Óumdeilt þarf að vera að réttarvörslukerfið þjóni hagsmunum þeirra sem beittir eru órétti. Við skorum á dómsmálaráðherra að endurreisa trú almennings á réttarvörslukerfinu með því að lagfæra þær brotalamir sem þar er að finna. Við leggjum til að skipuð verði rannsóknarnefnd, undir forystu óháðs erlends sérfræðings, til að fara ofan í saumana á ferli nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins. Meta þarf hæfni og forsendur kerfisins til að fást við slíkt ofbeldi. Beina þarf sjónum sérstaklega að misræmi milli fjölda kæra sem berst lögreglu, fjölda ákæra sem gefnar eru út hjá embætti ríkissaksóknara og fjölda endanlegra sakfellinga. Einnig er ástæða til að gera úttekt á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Efla þarf fræðslu til fagstétta sem starfa að kynferðisbrotamálum og skýrar reglur þurfa að vera um hvernig skuli bregðast við í framtíðinni ef trúnaðarbrestur á sér stað. Þörf er á því að leggja viðhorfskannanir fyrir fólk, sem kemur að meðferð kynferðisbrota í starfi sínu, svo hægt sé að bera kennsl á og uppræta fordóma. Síðast en ekki síst þarf að vera skýrt hvaða hagsmunir skuli ráða ferðinni. Við teljum mikilvægt að hagsmunir fólks sem verður fyrir grófum ofbeldisbrotum séu í fyrirrúmi svo þau sjái tilgang í því að leita til réttarvörslukerfisins. Virðingarfyllst, Andrés Ingi Jónsson, Anna Bentína Hermansen, Arnar Gíslason, Daði Arnar Sigmarsson, Edda Jónsdóttir, Grétar Rafn Árnason, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir, Hjálmar G. Sigmarsson, Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, Hugrún Hjaltadóttir, Karl R. Lilliendahl, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Matthías M. D. Hemstock, Ósk Gunnlaugsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Snorri Ásmundsson, Víðir Guðmundsson, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Merkilegt ár í sögu kvenréttinda á Íslandi er nú að baki, en árið 2010 voru 95 ár frá því konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum, 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum, 30 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og 20 ár frá stofnun Stígamóta svo nokkrir áfangar séu nefndir. Við undirrituð teljum rétt að líta yfir stöðuna á þessum tímamótum. Með það í huga lýsum við yfir þungum áhyggjum af brotalömum innan réttarvörslukerfisins hér á landi. Á árunum 2006-2009 voru rúmlega 70% kærðra nauðgunarmála felld niður hjá embætti ríkissaksóknara. Mun algengara er að kærur vegna nauðgana séu felldar niður en kærur vegna annarra hegningarlagabrota. Sem dæmi má nefna að árið 2006 voru 40% annarra hegningarlagamála felld niður, en 73% nauðgunarmála. Árið 2008 voru 24% annarra hegningarlagamála felld niður, en 69% nauðgunarmála. Þessi háa tíðni niðurfellinga á nauðgunarmálum er vísbending um brotalöm í meðferð þeirra. Ýmsar alþjóðlegar stofnanir, svo sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, auk nefndar um afnám misréttis gegn konum (CEDAW), hafa lýst yfir áhyggjum af misræminu hér á landi, milli fjölda kærðra nauðgana sem berast lögreglu, fjölda ákæra sem gefnar eru út hjá embætti ríkissaksóknara, og að lokum fjölda sakfellinga. Á undanförnum árum hafa fleiri brotaþolar kært nauðgun en tíðkaðist áður. Þó hafa fleiri kærur ekki leitt til fleiri sakfellinga og er það áhyggjuefni. Nýlega var starfssvið kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útvíkkað með þeim hætti að rannsókn ofbeldisbrota var bætt við skyldur hennar. Þessi breyting jók verulega álagið á starfsfólk deildarinnar sem getur ekki lengur helgað sig að rannsókn kynferðisbrota. Því er full ástæða til að kanna hvort áðurnefnd útvíkkun hafi haft neikvæð áhrif á rannsókn kynferðisbrota. Á undanförnum mánuðum hafa menn sem gegna lykilstöðum í opinberri meðferð kynferðisbrota tjáð sig um málaflokkinn í fjölmiðlum. Er það annars vegar Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og hins vegar Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Ýmis samtök sem gæta hagsmuna þolenda kynferðisofbeldis hafa sagt ummæli þeirra trúnaðarbrest sem lýsa fordómum og þekkingarleysi á stöðu brotaþola í þessum málaflokki. Þrátt fyrir þetta höfðu ummæli þeirra ekki varanlegar afleiðingar. Björgvin var tímabundið færður til í starfi vegna ummæla sinna um ölvun og nauðganir, en var settur aftur í stöðu yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar þremur mánuðum síðar án þess að því fylgdu opinberar skýringar um hvers vegna hann teldist hæfur á ný. Nauðsynlegt er að gera kröfu til faglegra vinnubragða af hálfu fólks í lykilstöðum innan réttarvörslukerfisins. Þegar það opinberar viðhorf sem eru til marks um ranghugmyndir eða vanþekkingu, er afleiðingin trúnaðarbrestur við samfélagið sem kerfið á að þjóna. Þá gagnrýni sem hér hefur verið fjallað um, bæði frá alþjóðasamfélaginu og innlendum aðilum, ber að taka alvarlega. Óumdeilt þarf að vera að réttarvörslukerfið þjóni hagsmunum þeirra sem beittir eru órétti. Við skorum á dómsmálaráðherra að endurreisa trú almennings á réttarvörslukerfinu með því að lagfæra þær brotalamir sem þar er að finna. Við leggjum til að skipuð verði rannsóknarnefnd, undir forystu óháðs erlends sérfræðings, til að fara ofan í saumana á ferli nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins. Meta þarf hæfni og forsendur kerfisins til að fást við slíkt ofbeldi. Beina þarf sjónum sérstaklega að misræmi milli fjölda kæra sem berst lögreglu, fjölda ákæra sem gefnar eru út hjá embætti ríkissaksóknara og fjölda endanlegra sakfellinga. Einnig er ástæða til að gera úttekt á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Efla þarf fræðslu til fagstétta sem starfa að kynferðisbrotamálum og skýrar reglur þurfa að vera um hvernig skuli bregðast við í framtíðinni ef trúnaðarbrestur á sér stað. Þörf er á því að leggja viðhorfskannanir fyrir fólk, sem kemur að meðferð kynferðisbrota í starfi sínu, svo hægt sé að bera kennsl á og uppræta fordóma. Síðast en ekki síst þarf að vera skýrt hvaða hagsmunir skuli ráða ferðinni. Við teljum mikilvægt að hagsmunir fólks sem verður fyrir grófum ofbeldisbrotum séu í fyrirrúmi svo þau sjái tilgang í því að leita til réttarvörslukerfisins. Virðingarfyllst, Andrés Ingi Jónsson, Anna Bentína Hermansen, Arnar Gíslason, Daði Arnar Sigmarsson, Edda Jónsdóttir, Grétar Rafn Árnason, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir, Hjálmar G. Sigmarsson, Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, Hugrún Hjaltadóttir, Karl R. Lilliendahl, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Matthías M. D. Hemstock, Ósk Gunnlaugsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Snorri Ásmundsson, Víðir Guðmundsson, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar