80 prósent einstæðra foreldrar eiga erfitt með að ná endum saman Hugrún Halldórsdóttir skrifar 28. október 2011 19:00 Einstæðir foreldrar hér á landi standa margir fjárhagslega illa en þrír af hverjum fjórum á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2011. Samkvæmt henni standa íslensk heimili nú verr fjárhagslega miðað við síðustu ár. 10,2% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði samanborið við 5,8% árið 2007. Þá áttu 62.600 heimili eða 51,5% erfitt með að ná endum saman á þessu ári en heimilum í þessari stöðu hefur fjölgað um tæpan fjórðung á síðustu fjórum árum. Einstæðir foreldar koma langverst út í skýrslunni, en tæplega 80% eiga erfitt með að ná endum saman, eða sjöþúsund og sexhundruð heimili, sem er talsvert hærra hlutfall þegar litið er til íslenskra heimila í heild. Þegar litið er til óvæntra útgjalda má sjá að 40% íslenskra heimila getur ekki mætt óvæntri 160 þúsund króna greiðslu með þeim leiðum sem þau venjulega nýta, en 10% fleiri heimili eru í þessum hópi miðað við árið 2007. Einstæðir foreldrar eru verr í stakk búnir til að mæta óvæntum útgjöldum en 67,5% segjast ekki geta mætt þeim. Rannsóknin, sem náði til rúmlega fjögurþúsund heimila, er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins og var hún framkvæmd í mars til maí á þessu ári. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Einstæðir foreldrar hér á landi standa margir fjárhagslega illa en þrír af hverjum fjórum á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2011. Samkvæmt henni standa íslensk heimili nú verr fjárhagslega miðað við síðustu ár. 10,2% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði samanborið við 5,8% árið 2007. Þá áttu 62.600 heimili eða 51,5% erfitt með að ná endum saman á þessu ári en heimilum í þessari stöðu hefur fjölgað um tæpan fjórðung á síðustu fjórum árum. Einstæðir foreldar koma langverst út í skýrslunni, en tæplega 80% eiga erfitt með að ná endum saman, eða sjöþúsund og sexhundruð heimili, sem er talsvert hærra hlutfall þegar litið er til íslenskra heimila í heild. Þegar litið er til óvæntra útgjalda má sjá að 40% íslenskra heimila getur ekki mætt óvæntri 160 þúsund króna greiðslu með þeim leiðum sem þau venjulega nýta, en 10% fleiri heimili eru í þessum hópi miðað við árið 2007. Einstæðir foreldrar eru verr í stakk búnir til að mæta óvæntum útgjöldum en 67,5% segjast ekki geta mætt þeim. Rannsóknin, sem náði til rúmlega fjögurþúsund heimila, er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins og var hún framkvæmd í mars til maí á þessu ári.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira