Lífið

Fransmenn sjúkir í Feigð

Franska forlagið Gallimard hefur gert tilboð í nýjustu bók Stefáns Mána, Feigð, en Frakkar hafa verið hrifnir af bókum höfundarins.
Franska forlagið Gallimard hefur gert tilboð í nýjustu bók Stefáns Mána, Feigð, en Frakkar hafa verið hrifnir af bókum höfundarins.
„Þetta hefur ekkert með mig persónulega að gera heldur virðast þeir bara vera að fatta mig og það sem ég er að gera. Sem er ekkert skrýtið. Ég er sjálfur undir áhrifum frá frönskum höfundum og franskri heimspeki,“ segir Stefán Máni, rithöfundur. Franska forlagið Gallimard hefur gert tilboð í nýjustu bók Stefáns, Feigð, eftir að hafa fengið þrjár framúrskarandi umsagnir um bókina hjá sínu fólki. Stefán segist samt sem áður ekki vera búinn að skrifa undir neitt en er þó bjartsýnn á framhaldið. „Eftir að þeir fengu þessar umsagnir fóru hjólin að snúast fyrir alvöru,“ segir Stefán.

Frakkar hafa verið hrifnir af bókum Stefáns Mána undanfarin ár og Gallimard-forlagið ætlar til að mynda að gefa út bókina Svartur á leik í apríl, en kvikmynd byggð á bókinni er væntanleg í kvikmyndahús í mars. Franska menningartímaritið Lire valdi síðan Skipið sem bestu glæpasögu ársins 2010 og Stefán Máni lét þá hafa eftir sér að Frakkar væru miklir smekkmenn. Smekkur þeirra virðist lítið hafa breyst á þessu eina ári því rithöfundurinn hefur þrisvar sinnum farið til Frakklands og lesið upp úr bókum sínum á þessu ári. „Ég hef líka mikið farið á franskar bókmenntahátíðir,“ segir Stefán. Feigð er glæpasaga af köldustu gerð, en hún segir frá lögreglumanninum Herði Grímssyni og eltingarleik hans við undirheimahrottann Simon Örn Rekoja, en eltingaleikurinn teygir sig frá Reykjavík til Vestfjarða.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.