Lífið

Tvöfaldir tónleikar á föstudag

Stereo Hypnosis ásamt Praveer Baijal frá Kanada sem er staddur hér á landi.
Stereo Hypnosis ásamt Praveer Baijal frá Kanada sem er staddur hér á landi.
Tvöfaldir útgáfutónleikar hljómsveitanna Reptilicus og Stereo Hypnosis verða haldnir á Gauki á Stöng á föstudagskvöld. Ný sjö tommu vínilplata Reptilicus, Initial Conditions, er samstarfsverkefni með Praveer Baijal frá Kanada og þýska raftónlistarmannsins Senking. Stereo Hypnosis, sem er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen, er að gefa út sína þriðju plötu sem heitir Synopsis. Á henni starfar sveitin með ítalska raftónlistarmanninum Marco Galardi. Hún var tekin upp í Toscana á Ítalíu.

Á tónleikunum á föstudag koma fram Reptilicus, Stereo Hypnosis, Þóranna Björnsdóttir eða Trouble, Gjöll, AMFJ & Auxpan og Inside Bilderberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.