Lífið

Sálin komin í jólagírinn

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns spilar á fernum tónleikum á næstunni.
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns spilar á fernum tónleikum á næstunni.
Sálin hans Jóns míns er komin á stjá og ætlar að spila á fernum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin sívinsæla hefur tekið því rólega undanfarið og aðeins komið einu sinni fram á árinu en ætlar að vera í hörkustuði í desember og janúar. Fyrsta ballið verður á heimavelli sveitarinnar, Nasa, næsta laugardagskvöld. Eftir það taka við böll í Stapanum í Njarðvík 17. desember, á Selfossi 26. desember og á nýársdag spilar hljómsveitin á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.