Lífið

Miller er Tippi Hedren

Sienna Miller fer með hlutverk Tippi Hedren í nýrri sjónvarpsmynd, The Girl, sem verður sýnd á BBC á næsta ári.

Myndin fjallar um kynferðislega þráhyggju leikstjórans Alfreds Hitchcock gagnvart Hedren, sem lék í tveimur myndum hans, The Birds og Marnie. Hedren var 31 árs en Hitchcock 62 ára þegar hann áreitti hana kynferðislega og gerði hvað hann gat til að vinna ástir hennar. Slík áreitni var ekki talin refsiverð í þá daga.

Hitchcock var frægur fyrir áhuga sinn á aðalleikkonum sínum, sem undantekningarlítið voru ljóshærðar. Þar má nefna Grace Kelly, Kim Novak og Eva Marie Saint.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Tippi mætti í prufu hjá Hitchcock fyrir The Birds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.