Lífið

Tuttugu tilnefndar til Kraums

Of Monsters and Men er ein þeirra hljómsveita sem er tilnefnd til Kraumsverðlaunanna. fréttablaðið/stefán
Of Monsters and Men er ein þeirra hljómsveita sem er tilnefnd til Kraumsverðlaunanna. fréttablaðið/stefán
Tuttugu plötur hafa verið tilnefndar til Kraumsverðlaunanna 2011. Á meðal þeirra eru nýjar plötur Of Monsters and Men, FM Belfast, Lay Low, Ragnheiðar Gröndal og Snorra Helgasonar.

Framkvæmd Kraumslistans 2011 er með þeim hætti að sex manna dómnefnd valdi tuttugu plötur á úrvalslista Kraumslistans. Við honum tekur tuttugu manna dómnefnd sem velur bestu plöturnar þannig að eftir standa fimm til sex verðlaunaplötur. Tilkynnt verður um þær 16. desember.

Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson. Í úrvalslistanefnd áttu sæti ásamt Árna þau Andrea Jónsdóttir, Trausti Júlíusson, Egill Harðarson, Helena Þrastardóttir og Hildur Maral Hamíðsdóttir.

Kraumsverðlaunin voru í fyrsta sinn afhent árið 2008. Aðstandandi Kraumslistans er Kraumur tónlistarsjóður sem er sjálfstætt starfandi sjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.