Lífið

Stærsta tónleikaferðin?

Lady Gaga mun koma fram á tónleikum oftar en annan hvorn dag á næstu tveimur árum.
Lady Gaga mun koma fram á tónleikum oftar en annan hvorn dag á næstu tveimur árum.
Ofurpoppstjarnan Lady Gaga er þessa dagana að leggja lokahönd á skipulagningu næsta tónleikaferðalags síns. Söngkonan er ekki þekkt fyrir að feta áður troðnar slóðir og því kom það ekki á óvart þegar fréttir af umfangi ferðalagsins láku út.

Haft var eftir heimildarmanni að Gaga ætlaði sér að spila á 450 tónleikum á tveggja ára tímabili til að kynna plötu sína, Born This Way, sem kom út fyrr á árinu. Söngkonan á að hafa fengið þessa hugdettu í svefni, og setur það ekki fyrir sig að aldrei hafi nokkur tónlistarmaður farið í jafn stórt tónleikaferðalag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.