Lífið

Logi og Brynhildur krýnd flippkindur íslenskrar fréttamennsku

Flippkindur.
Flippkindur.
Tobba Marinósdóttir fer með síðasta þáttinn sinn í loftið í kvöld, á afmælisdeginum sínum. Í þættinum verða tekin fyrir 10 bestu mistökin í íslensku sjónvarpi en þar mun Pétur Blöndal meðal annars tjá sig í fyrsta skipti um hláturskast á Alþingi. Svo fer Adolf Ingi Erlingsson á kostum.

Þau sem tróna efst á topp tíu listanum yfir 10 bestu mistökin í íslensku sjónvarpi eru Logi Bergmann og Brynhildur Ólafsdóttir.

Hláturskastið fræga með Loga og Brynhildi hefur vakið mikla kátínu á vefnum. Sagan á bak við þetta hláturskast er ekki síður skemmtileg. Það var nefnilega Brynhildur sem ætlaði að klekkja á Loga en misstókst það svona hrapalega.

„Ég ákvað að taka síðasta þáttinn með stæl og fara yfir 10 bestu mistökin í íslensku sjónvarpi og það er á hreinu að hláturskastið fræga er í fyrsta sæti. Ég veitti því Loga og Brynhildi verðlaun fyrir að vera forystusauðir og flippkindur íslenskra fréttamennsku. Þau þáðu hlæjandi verðlaunin. Þau vita að það er fátt leiðinlegra en að taka sjálfan sig of alvarlega. Gott og innilegt hláturskast er ekki auðfundið og því eiga þau hrós skilið," segir Tobba hlæjandi að lokum. Hér er hægt að sjá brot úr þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.