Árekstur í Hafnarfirði - lýst eftir vitnum 11. janúar 2011 13:19 Óskað er eftir vitnum að árekstrinum sem átti sér stað um hádegisbilið á laugardag Lögreglan auglýsir eftir vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á mótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar í Hafnarfirði á laugardag, rétt fyrir hádegisbilið. Tvær bifreiðar lentu þar saman, annarri bifreiðinni var ekið til norðurs Reykjavíkurveg og hinni til austurs Hjallabraut. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin á þá þriðju er var kyrrstæð við gatnamótin á rauðu ljósi. Tvennt var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Málið er í rannsókn en grunur leikur á að annar ökumannanna hafi ekið á móti rauðu umferðarljósi. Vitni að atvikinu eru beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en myndin hér meðfylgjandi er af vettvangi slyssins. Þetta var þó ekki eina umferðaróhappið um helgina. Um klukkan fjögur þennan sama dag varð fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Þrjú ökutæki voru kyrrstæð í röð við gatnamótin á rauðu ljósi þegar því fjórða var ekið aftan á það sem aftast var í röðinni. Við það kastaðist sú bifreið á það ökutæki sem í miðjunni var sem aftur lenti á því fremsta. Ökumaður sá er valdur var að árekstrinum bar því við að hafa blindast af sólinni sem var lágt á lofti er þetta gerðist. Þrír voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Mál þetta er í rannsókn en lögregla hvetur, af þessu tilefni, ökumenn til að sýna fyllstu aðgát þegar sól er lágt á lofti eins og raunin var í þessu tilviki. Á laugardagskvöld varð árekstur á gatnamótum Reykjavíkurvegur og Flatahrauns í Hafnarfirði en þar er umferð stýrt með umferðarljósum. Bifreið var ekið til suðurs Reykjavíkurveg og svo beygt til vinstri í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Einn var fluttur á slysadeild eftir óhappið en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Að mati lögreglu er óhapp þetta lýsandi fyrir þá hættu sem skapast þegar aksturslínur eru skornar í vinstri beygju eins og gert er á þessum gatnamótum. Ökumenn eru því hvattir til að sýna sérstaka aðgát í slíkum tilvikum, en unnið er að því að minnka áhættu sem af þessu stafar meðal annars með uppsetningu sérstakra beygjuljósa á fjölförnum ljósastýrðum gatnamótum, gerð hringtorga og miðlægra gatnamóta. Á sunnudagskvöld varð svo bílvelta á Sæbraut við Sólfarið. Óhappið mun hafa atvikast þannig að tvær bifreiðar er báðar voru á leið vestur Sæbraut lentu saman með þeim afleiðingum að önnur þeirra valt tvær veltur. Ökumaður þeirrar bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir óhappið. Atvikið er í rannsókn. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Lögreglan auglýsir eftir vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á mótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar í Hafnarfirði á laugardag, rétt fyrir hádegisbilið. Tvær bifreiðar lentu þar saman, annarri bifreiðinni var ekið til norðurs Reykjavíkurveg og hinni til austurs Hjallabraut. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin á þá þriðju er var kyrrstæð við gatnamótin á rauðu ljósi. Tvennt var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Málið er í rannsókn en grunur leikur á að annar ökumannanna hafi ekið á móti rauðu umferðarljósi. Vitni að atvikinu eru beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en myndin hér meðfylgjandi er af vettvangi slyssins. Þetta var þó ekki eina umferðaróhappið um helgina. Um klukkan fjögur þennan sama dag varð fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Þrjú ökutæki voru kyrrstæð í röð við gatnamótin á rauðu ljósi þegar því fjórða var ekið aftan á það sem aftast var í röðinni. Við það kastaðist sú bifreið á það ökutæki sem í miðjunni var sem aftur lenti á því fremsta. Ökumaður sá er valdur var að árekstrinum bar því við að hafa blindast af sólinni sem var lágt á lofti er þetta gerðist. Þrír voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Mál þetta er í rannsókn en lögregla hvetur, af þessu tilefni, ökumenn til að sýna fyllstu aðgát þegar sól er lágt á lofti eins og raunin var í þessu tilviki. Á laugardagskvöld varð árekstur á gatnamótum Reykjavíkurvegur og Flatahrauns í Hafnarfirði en þar er umferð stýrt með umferðarljósum. Bifreið var ekið til suðurs Reykjavíkurveg og svo beygt til vinstri í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Einn var fluttur á slysadeild eftir óhappið en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Að mati lögreglu er óhapp þetta lýsandi fyrir þá hættu sem skapast þegar aksturslínur eru skornar í vinstri beygju eins og gert er á þessum gatnamótum. Ökumenn eru því hvattir til að sýna sérstaka aðgát í slíkum tilvikum, en unnið er að því að minnka áhættu sem af þessu stafar meðal annars með uppsetningu sérstakra beygjuljósa á fjölförnum ljósastýrðum gatnamótum, gerð hringtorga og miðlægra gatnamóta. Á sunnudagskvöld varð svo bílvelta á Sæbraut við Sólfarið. Óhappið mun hafa atvikast þannig að tvær bifreiðar er báðar voru á leið vestur Sæbraut lentu saman með þeim afleiðingum að önnur þeirra valt tvær veltur. Ökumaður þeirrar bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir óhappið. Atvikið er í rannsókn.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira