Starfsmenn Faxaflóahafnar þurfa að gangast undir geðrannsókn Valur Grettisson skrifar 11. janúar 2011 14:36 Reykjavíkurhöfn. Starfsmenn hafnarþjónustunnar eru allt annað en sáttir við geðrannsókn. Mynd / GVA „Við höfum bara hag okkar starfsmanna í huga," sagði yfirhafnsögumaðurinn Gísli Jóhann Hallsson, en starfsmenn hafnarþjónustu Faxaflóahafnar verður gert að sæta læknisskoðun á árinu þar sem andlegt ástand þeirra verður meðal annars skoðað. Um er að ræða almenna læknisskoðun þar sem líkamlegt og andlegt ástand starfsmanna hafnarþjónustunnar verður metið. Þeir starfa meðal annars við að lóðsa skip til hafnar. Miðað er við að fyrsti hópurinn fari í skoðun upp úr miðjum mars. Starfsmenn hafnarþjónustunnar eru hinsvegar allt annað en sáttir við fyrirhugaða læknisskoðun. Þannig sagði einn sem Visir ræddi við að þeir hefðu flestir skipstjórnarréttindi og því þyrftu þeir hvort sem er að gangast undir læknisskoðun á fimm ára fresti. Samkvæmt bréfi sem starfsmennirnir fengu þann 7. janúar þá kemur fram að allir starfsmennirnir verði þolprófaðir á æfingahjóli í sex mínútur. Í bréfinu segir að tilgangur læknisskoðunarinnar sé fyrst og fremst sá að starfsmenn átti sig sjálfir á ástandi sínu enda læknum óheimilt að upplýsa vinnuveitendur um niðurstöður þeirra nema mjög almennt. Aðspurður hvort Gísli Jóhann hafi heyrt af óánægju starfsmanna svarar hann því til að hann hafi ekki heyrt neitt um það. „En starfið er þess eðlis að það reynir á líkamlega partinn, til að mynda í óveðri. Þannig lést einn kollegi okkur við störf," sagði Gísli Jóhann til þess að undirstrika hversu mikilvægt líkamlegt ástand hafnarstarfsmanna sé. „Þetta er nú helst til þess að fyrirbyggja slys," útskýrði Gísli Jóhann. Aðspurður hvort það hefði einhverjar afleiðingar fyrir starfsmennina ef þeir neituðu að gangast undir skoðunina, til að mynda hvað varðar geðheilsuna, svaraði Gísli: „Ég hef ekki verið með neinar hótanir." Starfsmaður hafnarþjónustunnar sem Vísir ræddi við, og vildi ekki koma fram undir nafni, kveið heldur betur geðheilsumatinu og spurði: „Er það ekki bara fyrir klikkaða glæpamenn?" Fyrirhugað er að starfsmenn fari í læknisskoðun reglulega í framtíðinni, en aldur og ástand mun ráða því hversu tíðar þær verða. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Við höfum bara hag okkar starfsmanna í huga," sagði yfirhafnsögumaðurinn Gísli Jóhann Hallsson, en starfsmenn hafnarþjónustu Faxaflóahafnar verður gert að sæta læknisskoðun á árinu þar sem andlegt ástand þeirra verður meðal annars skoðað. Um er að ræða almenna læknisskoðun þar sem líkamlegt og andlegt ástand starfsmanna hafnarþjónustunnar verður metið. Þeir starfa meðal annars við að lóðsa skip til hafnar. Miðað er við að fyrsti hópurinn fari í skoðun upp úr miðjum mars. Starfsmenn hafnarþjónustunnar eru hinsvegar allt annað en sáttir við fyrirhugaða læknisskoðun. Þannig sagði einn sem Visir ræddi við að þeir hefðu flestir skipstjórnarréttindi og því þyrftu þeir hvort sem er að gangast undir læknisskoðun á fimm ára fresti. Samkvæmt bréfi sem starfsmennirnir fengu þann 7. janúar þá kemur fram að allir starfsmennirnir verði þolprófaðir á æfingahjóli í sex mínútur. Í bréfinu segir að tilgangur læknisskoðunarinnar sé fyrst og fremst sá að starfsmenn átti sig sjálfir á ástandi sínu enda læknum óheimilt að upplýsa vinnuveitendur um niðurstöður þeirra nema mjög almennt. Aðspurður hvort Gísli Jóhann hafi heyrt af óánægju starfsmanna svarar hann því til að hann hafi ekki heyrt neitt um það. „En starfið er þess eðlis að það reynir á líkamlega partinn, til að mynda í óveðri. Þannig lést einn kollegi okkur við störf," sagði Gísli Jóhann til þess að undirstrika hversu mikilvægt líkamlegt ástand hafnarstarfsmanna sé. „Þetta er nú helst til þess að fyrirbyggja slys," útskýrði Gísli Jóhann. Aðspurður hvort það hefði einhverjar afleiðingar fyrir starfsmennina ef þeir neituðu að gangast undir skoðunina, til að mynda hvað varðar geðheilsuna, svaraði Gísli: „Ég hef ekki verið með neinar hótanir." Starfsmaður hafnarþjónustunnar sem Vísir ræddi við, og vildi ekki koma fram undir nafni, kveið heldur betur geðheilsumatinu og spurði: „Er það ekki bara fyrir klikkaða glæpamenn?" Fyrirhugað er að starfsmenn fari í læknisskoðun reglulega í framtíðinni, en aldur og ástand mun ráða því hversu tíðar þær verða.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira