Foreldrar eiga að fylgjast með börnum á netinu 11. janúar 2011 22:30 Mynd/ap Alls kyns nýjar samskipta- og spjallsíður hafa skotið upp kollinum á internetinu og sjaldan hefur verið mikilvægara að foreldrar viti hvaða sýndarheimum börn og ungmenni hrærast í og hvaða síður þau sækja. Ef foreldrar eru ekki sjálfir internetnotendur en eiga börn sem eru það ættu þeir að reyna að auka kunnáttu sína í þeim efnum, jafnvel sækja námskeið, til að vera betur inni í því sem börnin aðhafast. Hægt er að setja upp hugbúnað í tölvum sem takmarkar aðgengi barna að óæskilegu efni á vefnum, auk þess sem flestur slíkur hugbúnaður getur haft eftirlit með heimsóknum á vefsíður, spjallrásir og slíkt. Nokkrar vefslóðir hafa að geyma slíkan hugbúnað, má þar nefna cybersitter.com, netnanny.com og cyberpatrol.com. Yfirleitt er hægt að fá hugbúnaðinn ókeypis til reynslu. Ekki má þó ofmeta öryggið við að hafa slíkan hugbúnað, þar sem hann einn sér ekki um alla vinnuna. Gott og gilt er að hafa tölvuna þannig staðsetta að foreldrar sjái á skjáinn en foreldrar eru flestir útivinnandi og ekki heima allan þann tíma sem ungmenni nota tölvuna. Mikilvægt er að foreldrar og börn komi sér saman um hvaða síður má nota og hvaða ekki. Rétt er að benda á að ein mest notaða samskiptasíða hér á landi, Facebook, er ekki ætluð notendum undir 13 ára aldri. Þrátt fyrir það er fjöldinn allur af ungmennum með aðgang að Facebook. Ef svo er er afar mikilvægt að foreldrar hafi aðgang að síðunni, séu sjálfir skráðir sem notendur á Facebook og séu jafnframt skráðir vinir barnsins. Einelti á internetinu, þar með talið Facebook, er vandamál sem hefur aukist enda er vettvangurinn nýr og foreldrar hafa oft ekki náð að fylgja þessari hröðu þróun eftir. Önnur vinsæl síða hérlendis meðal barna og unglinga, en þó enn varhugaverðari en Facebok, er formspring.me. Á síðunni getur hver sem er útbúið sér sitt eigið svæði, þar sem mynd af viðkomandi er og nafn, en nafnlausir aðilar geta sent inn spurningar sem börnin og ungmennin svara. Það er alþekkt að meiðandi spurningar séu sendar inn, jafnt frá ókunnugum sem og jafnvel bekkjar- og skólafélögum, og ekki er hægt að rekja uppruna spurninganna. Aðrar slíkar síður, sem virka öfugt, eru einnig varhugaverðar, en þar búa börnin sér til sitt svæði, spyrja sjálf út í loftið og fá nafnlaus svör. Ein þeirra síðna er threewords.com og þar geta nafnlausir sent inn þau þrjú orð sem þeim finnst lýsa viðkomandi eiganda síðunnar. Þau orð sem send eru inn innihalda oft níð. Spjallsíður og forrit eru vinsæl meðal barna og unglinga þar sem þau nota MSN og spjallglugga á Facebook og svo má þar nefna síður eins og icy.ice.is. þar sem hægt er að spjalla og búa til heimasvæði. Ef foreldrar leyfa ungmennum notkun á slíkum síðum þarf að kenna þeim hvernig á að haga sér þar og gott er að hafa þar lista til viðmiðunar með góðum ráðum. Slíkir listar fást íslenskir á síðum eins og Saft.is. - jma Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Alls kyns nýjar samskipta- og spjallsíður hafa skotið upp kollinum á internetinu og sjaldan hefur verið mikilvægara að foreldrar viti hvaða sýndarheimum börn og ungmenni hrærast í og hvaða síður þau sækja. Ef foreldrar eru ekki sjálfir internetnotendur en eiga börn sem eru það ættu þeir að reyna að auka kunnáttu sína í þeim efnum, jafnvel sækja námskeið, til að vera betur inni í því sem börnin aðhafast. Hægt er að setja upp hugbúnað í tölvum sem takmarkar aðgengi barna að óæskilegu efni á vefnum, auk þess sem flestur slíkur hugbúnaður getur haft eftirlit með heimsóknum á vefsíður, spjallrásir og slíkt. Nokkrar vefslóðir hafa að geyma slíkan hugbúnað, má þar nefna cybersitter.com, netnanny.com og cyberpatrol.com. Yfirleitt er hægt að fá hugbúnaðinn ókeypis til reynslu. Ekki má þó ofmeta öryggið við að hafa slíkan hugbúnað, þar sem hann einn sér ekki um alla vinnuna. Gott og gilt er að hafa tölvuna þannig staðsetta að foreldrar sjái á skjáinn en foreldrar eru flestir útivinnandi og ekki heima allan þann tíma sem ungmenni nota tölvuna. Mikilvægt er að foreldrar og börn komi sér saman um hvaða síður má nota og hvaða ekki. Rétt er að benda á að ein mest notaða samskiptasíða hér á landi, Facebook, er ekki ætluð notendum undir 13 ára aldri. Þrátt fyrir það er fjöldinn allur af ungmennum með aðgang að Facebook. Ef svo er er afar mikilvægt að foreldrar hafi aðgang að síðunni, séu sjálfir skráðir sem notendur á Facebook og séu jafnframt skráðir vinir barnsins. Einelti á internetinu, þar með talið Facebook, er vandamál sem hefur aukist enda er vettvangurinn nýr og foreldrar hafa oft ekki náð að fylgja þessari hröðu þróun eftir. Önnur vinsæl síða hérlendis meðal barna og unglinga, en þó enn varhugaverðari en Facebok, er formspring.me. Á síðunni getur hver sem er útbúið sér sitt eigið svæði, þar sem mynd af viðkomandi er og nafn, en nafnlausir aðilar geta sent inn spurningar sem börnin og ungmennin svara. Það er alþekkt að meiðandi spurningar séu sendar inn, jafnt frá ókunnugum sem og jafnvel bekkjar- og skólafélögum, og ekki er hægt að rekja uppruna spurninganna. Aðrar slíkar síður, sem virka öfugt, eru einnig varhugaverðar, en þar búa börnin sér til sitt svæði, spyrja sjálf út í loftið og fá nafnlaus svör. Ein þeirra síðna er threewords.com og þar geta nafnlausir sent inn þau þrjú orð sem þeim finnst lýsa viðkomandi eiganda síðunnar. Þau orð sem send eru inn innihalda oft níð. Spjallsíður og forrit eru vinsæl meðal barna og unglinga þar sem þau nota MSN og spjallglugga á Facebook og svo má þar nefna síður eins og icy.ice.is. þar sem hægt er að spjalla og búa til heimasvæði. Ef foreldrar leyfa ungmennum notkun á slíkum síðum þarf að kenna þeim hvernig á að haga sér þar og gott er að hafa þar lista til viðmiðunar með góðum ráðum. Slíkir listar fást íslenskir á síðum eins og Saft.is. - jma
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira