Ísland til sölu Herbert Herbertsson skrifar 26. september 2011 19:00 Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar