Fjögur af hverjum tíu líkum brennd 11. júlí 2011 06:30 Heimir Janusarson í Gufuneskirkjugarði. Bálförum hefur fjölgað stórlega í Reykjavík og er nú svo komið að fjögur af hverjum tíu líkum eru brennd fyrir útför, samkvæmt tölum frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Einnig hefur bálfararbeiðnum fjölgað verulega síðustu ár en nú eru þær á annað þúsund, segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Slíkt beiðni er gerð í þeim tilgangi að enginn vafi leiki á að beiðandi verði brenndur þegar lokakallið kemur. Hægt er að leggja inn slíka beiðni á heimasíðu kirkjugarðanna. Þróuninni hnikar í sömu átt á landsvísu en þó ekki með jafn miklum hraða. Árið 2000 var rúmlega 11 prósent líka brennt á landinu en síðan þá hefur þetta hlutfall tvöfaldast. Þórsteinn segir ýmsar skýringar á þessari þróun. „Það ýtir eflaust undir þetta að við erum komin með fallegan duftgarð í Sóllandi,“ segir hann. „En svo líta menn líka til annarra landa þar sem þetta hlutfall er miklu hærra. Svo spilar þessi landnýtingarhugsjón þarna inn í.“ Eins og gefur að skilja tekur duftker mun minna pláss en líkkista en hægt væri að koma sex til sjö duftkerum á sama svæði og notað er fyrir eina líkkistu. Heimir Janusarson, umsjónarmaður Gufuneskirkjugarðs, segir að um helmingur duftkera sé grafinn í gamla reiti. „Það er ekkert óalgengt að sjá tvær kistur og tvö ker í sama reitnum,“ segir hann. Hann segir mikinn hag af þessu. „Bæði nýtist landið betur, síðan er auðveldara fyrir ættingja að þurfa ekki fara á marga staði þegar þeir minnast látinna ættingja og eins er þá fleira fólk sem stendur að reitnum og þá er venjulega hugsað betur um hann en ella,“ segir hann. Kirkjugarðarnir í Reykjavík hafa í sinni umhirðu um 70 hektara lands. „Svo höfum við fengið úthlutað 22 hektara svæði suðvestur af Úlfarsfelli,“ segir Þórsteinn. „En þó getum við ekki tekið hann í notkun fyrr en framkvæmdir hefjast þar vegna þess að við þurfum um hálfa milljón rúmetra af efni til að leggja ofan á hann. Ef ekkert verður af þeim í bráð þá stöndum við nokkuð ráðþrota því við gætum þurft hann innan næstu tíu ára.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Bálförum hefur fjölgað stórlega í Reykjavík og er nú svo komið að fjögur af hverjum tíu líkum eru brennd fyrir útför, samkvæmt tölum frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Einnig hefur bálfararbeiðnum fjölgað verulega síðustu ár en nú eru þær á annað þúsund, segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Slíkt beiðni er gerð í þeim tilgangi að enginn vafi leiki á að beiðandi verði brenndur þegar lokakallið kemur. Hægt er að leggja inn slíka beiðni á heimasíðu kirkjugarðanna. Þróuninni hnikar í sömu átt á landsvísu en þó ekki með jafn miklum hraða. Árið 2000 var rúmlega 11 prósent líka brennt á landinu en síðan þá hefur þetta hlutfall tvöfaldast. Þórsteinn segir ýmsar skýringar á þessari þróun. „Það ýtir eflaust undir þetta að við erum komin með fallegan duftgarð í Sóllandi,“ segir hann. „En svo líta menn líka til annarra landa þar sem þetta hlutfall er miklu hærra. Svo spilar þessi landnýtingarhugsjón þarna inn í.“ Eins og gefur að skilja tekur duftker mun minna pláss en líkkista en hægt væri að koma sex til sjö duftkerum á sama svæði og notað er fyrir eina líkkistu. Heimir Janusarson, umsjónarmaður Gufuneskirkjugarðs, segir að um helmingur duftkera sé grafinn í gamla reiti. „Það er ekkert óalgengt að sjá tvær kistur og tvö ker í sama reitnum,“ segir hann. Hann segir mikinn hag af þessu. „Bæði nýtist landið betur, síðan er auðveldara fyrir ættingja að þurfa ekki fara á marga staði þegar þeir minnast látinna ættingja og eins er þá fleira fólk sem stendur að reitnum og þá er venjulega hugsað betur um hann en ella,“ segir hann. Kirkjugarðarnir í Reykjavík hafa í sinni umhirðu um 70 hektara lands. „Svo höfum við fengið úthlutað 22 hektara svæði suðvestur af Úlfarsfelli,“ segir Þórsteinn. „En þó getum við ekki tekið hann í notkun fyrr en framkvæmdir hefjast þar vegna þess að við þurfum um hálfa milljón rúmetra af efni til að leggja ofan á hann. Ef ekkert verður af þeim í bráð þá stöndum við nokkuð ráðþrota því við gætum þurft hann innan næstu tíu ára.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira