Fjögur af hverjum tíu líkum brennd 11. júlí 2011 06:30 Heimir Janusarson í Gufuneskirkjugarði. Bálförum hefur fjölgað stórlega í Reykjavík og er nú svo komið að fjögur af hverjum tíu líkum eru brennd fyrir útför, samkvæmt tölum frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Einnig hefur bálfararbeiðnum fjölgað verulega síðustu ár en nú eru þær á annað þúsund, segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Slíkt beiðni er gerð í þeim tilgangi að enginn vafi leiki á að beiðandi verði brenndur þegar lokakallið kemur. Hægt er að leggja inn slíka beiðni á heimasíðu kirkjugarðanna. Þróuninni hnikar í sömu átt á landsvísu en þó ekki með jafn miklum hraða. Árið 2000 var rúmlega 11 prósent líka brennt á landinu en síðan þá hefur þetta hlutfall tvöfaldast. Þórsteinn segir ýmsar skýringar á þessari þróun. „Það ýtir eflaust undir þetta að við erum komin með fallegan duftgarð í Sóllandi,“ segir hann. „En svo líta menn líka til annarra landa þar sem þetta hlutfall er miklu hærra. Svo spilar þessi landnýtingarhugsjón þarna inn í.“ Eins og gefur að skilja tekur duftker mun minna pláss en líkkista en hægt væri að koma sex til sjö duftkerum á sama svæði og notað er fyrir eina líkkistu. Heimir Janusarson, umsjónarmaður Gufuneskirkjugarðs, segir að um helmingur duftkera sé grafinn í gamla reiti. „Það er ekkert óalgengt að sjá tvær kistur og tvö ker í sama reitnum,“ segir hann. Hann segir mikinn hag af þessu. „Bæði nýtist landið betur, síðan er auðveldara fyrir ættingja að þurfa ekki fara á marga staði þegar þeir minnast látinna ættingja og eins er þá fleira fólk sem stendur að reitnum og þá er venjulega hugsað betur um hann en ella,“ segir hann. Kirkjugarðarnir í Reykjavík hafa í sinni umhirðu um 70 hektara lands. „Svo höfum við fengið úthlutað 22 hektara svæði suðvestur af Úlfarsfelli,“ segir Þórsteinn. „En þó getum við ekki tekið hann í notkun fyrr en framkvæmdir hefjast þar vegna þess að við þurfum um hálfa milljón rúmetra af efni til að leggja ofan á hann. Ef ekkert verður af þeim í bráð þá stöndum við nokkuð ráðþrota því við gætum þurft hann innan næstu tíu ára.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Bálförum hefur fjölgað stórlega í Reykjavík og er nú svo komið að fjögur af hverjum tíu líkum eru brennd fyrir útför, samkvæmt tölum frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Einnig hefur bálfararbeiðnum fjölgað verulega síðustu ár en nú eru þær á annað þúsund, segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Slíkt beiðni er gerð í þeim tilgangi að enginn vafi leiki á að beiðandi verði brenndur þegar lokakallið kemur. Hægt er að leggja inn slíka beiðni á heimasíðu kirkjugarðanna. Þróuninni hnikar í sömu átt á landsvísu en þó ekki með jafn miklum hraða. Árið 2000 var rúmlega 11 prósent líka brennt á landinu en síðan þá hefur þetta hlutfall tvöfaldast. Þórsteinn segir ýmsar skýringar á þessari þróun. „Það ýtir eflaust undir þetta að við erum komin með fallegan duftgarð í Sóllandi,“ segir hann. „En svo líta menn líka til annarra landa þar sem þetta hlutfall er miklu hærra. Svo spilar þessi landnýtingarhugsjón þarna inn í.“ Eins og gefur að skilja tekur duftker mun minna pláss en líkkista en hægt væri að koma sex til sjö duftkerum á sama svæði og notað er fyrir eina líkkistu. Heimir Janusarson, umsjónarmaður Gufuneskirkjugarðs, segir að um helmingur duftkera sé grafinn í gamla reiti. „Það er ekkert óalgengt að sjá tvær kistur og tvö ker í sama reitnum,“ segir hann. Hann segir mikinn hag af þessu. „Bæði nýtist landið betur, síðan er auðveldara fyrir ættingja að þurfa ekki fara á marga staði þegar þeir minnast látinna ættingja og eins er þá fleira fólk sem stendur að reitnum og þá er venjulega hugsað betur um hann en ella,“ segir hann. Kirkjugarðarnir í Reykjavík hafa í sinni umhirðu um 70 hektara lands. „Svo höfum við fengið úthlutað 22 hektara svæði suðvestur af Úlfarsfelli,“ segir Þórsteinn. „En þó getum við ekki tekið hann í notkun fyrr en framkvæmdir hefjast þar vegna þess að við þurfum um hálfa milljón rúmetra af efni til að leggja ofan á hann. Ef ekkert verður af þeim í bráð þá stöndum við nokkuð ráðþrota því við gætum þurft hann innan næstu tíu ára.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira