Vegagerðin flytur bíla og fólk yfir Múlakvísl 11. júlí 2011 14:12 Múlakvísl. Stjórnvöld hafa heimilað Vegagerðinni að flytja megi fólk yfir vað á Múlakvísl á vörubifreið eða sérútbúinni rútu og einnig að flytja bíla yfir með vörubifreiðum samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að bílar eru komnir á staðinn og hefjast flutningar innan skamms eða um leið og vað verður tilbúið. Björgunarsveitir munu skipuleggja ferðirnar yfir kvíslina en Vegagerðin sér um vaðið og heldur því við. Tvær sérútbúnar vörubifreiðir og langferðabifreið munu verða í flutningum yfir Múlakvísl. Björgunarsveitarmenn og lögreglan munu fylgjast með þessum ferðum og vakta svæðið. Vegagerðin ber kostnaðinn af þessum flutningi sem verður almenningi að kostnaðarlausu. Selflutningarnir munu standa yfir frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 16 daglega. Einnig vinnur Vegagerðin að því að bæta allar merkingar, sérstaklega með erlenda ferðamenn í huga. Unnið er af fullum krafti við byggingu bráðabrigðabrúar yfir Múlakvísl. Unnið er í jarðvinnu á svæðinu, m.a. fyllingu svo hægt sé að vinna á svæðinu og losun á grjóti í rofvarnir. Allt efni sem þarf til byggingar brúarinnar er til þ.e.a.s. stálbitar og timbur og er unnið að flutningi þess á staðinn. Hluti tækja er kominn austur og það sem vantar af tækjum er á leiðinni. Báðir brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar koma á staðinn í dag með lið sitt og búnað. Bætt verður við mannskap eftir þörfum. Bráðabrigðabrúin verður 150-160 m löng en ekki er talið ráðlegt að minnka vatnsopið frá því sem það er núna. Brúin verður vestan við gömlu brúna. Verið er að bæta í vegina bæði á Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið og eru tæki á staðnum. Hraður akstur gæti þó farið illa með vegina og vöð en settar verða upp merkingar um 60 km hámarkshraða og 5 km leiðbeinandi hraða við vöð. Öxulþungi verður takmarkaður við 7 tonn á báðum vegum. Veginum verður haldið við. Björgunarsveitir eru á Fjallabaksleið. Þá funduðu Almannavarnir með aðilum í ferðaþjónustunni í dag og var farið yfir atburði síðustu daga og afleiðingar hlaupsins í Múlakvísl. Áhersla var lögð á að koma á vegasambandi á þjóðvegi 1 við Múlakvísl. Vísindamenn flugu yfir jökulinn í dag og þar eru engar sjáanlegar breytingar frá síðasta vísindamannaflugi sem var laugardaginn 9. júlí. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Stjórnvöld hafa heimilað Vegagerðinni að flytja megi fólk yfir vað á Múlakvísl á vörubifreið eða sérútbúinni rútu og einnig að flytja bíla yfir með vörubifreiðum samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að bílar eru komnir á staðinn og hefjast flutningar innan skamms eða um leið og vað verður tilbúið. Björgunarsveitir munu skipuleggja ferðirnar yfir kvíslina en Vegagerðin sér um vaðið og heldur því við. Tvær sérútbúnar vörubifreiðir og langferðabifreið munu verða í flutningum yfir Múlakvísl. Björgunarsveitarmenn og lögreglan munu fylgjast með þessum ferðum og vakta svæðið. Vegagerðin ber kostnaðinn af þessum flutningi sem verður almenningi að kostnaðarlausu. Selflutningarnir munu standa yfir frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 16 daglega. Einnig vinnur Vegagerðin að því að bæta allar merkingar, sérstaklega með erlenda ferðamenn í huga. Unnið er af fullum krafti við byggingu bráðabrigðabrúar yfir Múlakvísl. Unnið er í jarðvinnu á svæðinu, m.a. fyllingu svo hægt sé að vinna á svæðinu og losun á grjóti í rofvarnir. Allt efni sem þarf til byggingar brúarinnar er til þ.e.a.s. stálbitar og timbur og er unnið að flutningi þess á staðinn. Hluti tækja er kominn austur og það sem vantar af tækjum er á leiðinni. Báðir brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar koma á staðinn í dag með lið sitt og búnað. Bætt verður við mannskap eftir þörfum. Bráðabrigðabrúin verður 150-160 m löng en ekki er talið ráðlegt að minnka vatnsopið frá því sem það er núna. Brúin verður vestan við gömlu brúna. Verið er að bæta í vegina bæði á Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið og eru tæki á staðnum. Hraður akstur gæti þó farið illa með vegina og vöð en settar verða upp merkingar um 60 km hámarkshraða og 5 km leiðbeinandi hraða við vöð. Öxulþungi verður takmarkaður við 7 tonn á báðum vegum. Veginum verður haldið við. Björgunarsveitir eru á Fjallabaksleið. Þá funduðu Almannavarnir með aðilum í ferðaþjónustunni í dag og var farið yfir atburði síðustu daga og afleiðingar hlaupsins í Múlakvísl. Áhersla var lögð á að koma á vegasambandi á þjóðvegi 1 við Múlakvísl. Vísindamenn flugu yfir jökulinn í dag og þar eru engar sjáanlegar breytingar frá síðasta vísindamannaflugi sem var laugardaginn 9. júlí.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira