Sokkabandið beðið um að breyta auglýsingu salome@365.is skrifar 11. júlí 2011 13:31 Kristín og Þóra Tómasdætur eru þáttastjórnendur Sokkabandsins á RÚV. Bókaforlagið Salka kvartaði við RÚV vegna stiklu sem auglýsir útvarpsþátt á Rás 2, en stiklan inniheldur vísun í bókina „Tíu árum yngri á tíu vikum" sem forlagið gefur út. Þátturinn sem um ræðir heitir Sokkabandið og er stjórnað af Þóru og Kristínu Tómasdætrum. „Tíu árum yngri á tíu dögum -Svona rugl ertu blessunarlega laus við í Sokkabandinu; útvarpsþætti um stelpur með vit í kollinum." segir í stiklunni, sem snýr út úr titli upphaflegu bókarinnar og breytir tíu vikna tímamarkinu í tíu daga. Salka, sem auglýsir hjá RÚV hafði samband við auglýsingadeild vegna stiklunnar og í kjölfarið barst Þóru og Kristínu póstur frá RÚV þar sem þær voru beðnar að breyta henni. Þóra veltir því hinsvegar fyrir sér hvort það sé í lagi að auglýsendur hafi áhrif á dagskrárgerð, sjálfri þyki henni það ekki eðlilegt. „Okkur finnst stundum verið að matreiða bölvaða vitleysu sem á að höfða sérstaklega til kvenna, á borð við það að kenna konum að verða tíu árum yngri á tíu vikum. Hver vill verða tíu árum yngri?" segir Þóra og bætir því við að hún hafi mikið velt því fyrir sér hvort hún eigi ekki heldur að bjóða upp á námskeið fyrir fólk sem vilji verða tíu árum eldri. „Það væri þó allavegana gáfulegra." Þóra segist ekki vilja taka stikluna úr spilun en hún hafi þó ekki lokaorðið í þeirri ákvörðun. „Ég vil halda áfram að spila þennan treiler alveg út í gegn." Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Bókaforlagið Salka kvartaði við RÚV vegna stiklu sem auglýsir útvarpsþátt á Rás 2, en stiklan inniheldur vísun í bókina „Tíu árum yngri á tíu vikum" sem forlagið gefur út. Þátturinn sem um ræðir heitir Sokkabandið og er stjórnað af Þóru og Kristínu Tómasdætrum. „Tíu árum yngri á tíu dögum -Svona rugl ertu blessunarlega laus við í Sokkabandinu; útvarpsþætti um stelpur með vit í kollinum." segir í stiklunni, sem snýr út úr titli upphaflegu bókarinnar og breytir tíu vikna tímamarkinu í tíu daga. Salka, sem auglýsir hjá RÚV hafði samband við auglýsingadeild vegna stiklunnar og í kjölfarið barst Þóru og Kristínu póstur frá RÚV þar sem þær voru beðnar að breyta henni. Þóra veltir því hinsvegar fyrir sér hvort það sé í lagi að auglýsendur hafi áhrif á dagskrárgerð, sjálfri þyki henni það ekki eðlilegt. „Okkur finnst stundum verið að matreiða bölvaða vitleysu sem á að höfða sérstaklega til kvenna, á borð við það að kenna konum að verða tíu árum yngri á tíu vikum. Hver vill verða tíu árum yngri?" segir Þóra og bætir því við að hún hafi mikið velt því fyrir sér hvort hún eigi ekki heldur að bjóða upp á námskeið fyrir fólk sem vilji verða tíu árum eldri. „Það væri þó allavegana gáfulegra." Þóra segist ekki vilja taka stikluna úr spilun en hún hafi þó ekki lokaorðið í þeirri ákvörðun. „Ég vil halda áfram að spila þennan treiler alveg út í gegn."
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira