Er menningarslys yfirvofandi? Stefán Edelstein skrifar 25. febrúar 2011 06:00 Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun