Opið bréf til mannréttindaráðherra Þórður Már Jónsson skrifar 1. júní 2011 06:00 Nú ráðgera ríkisstjórnarflokkarnir framtíðarráðstöfun á sameiginlegri auðlind okkar landsmanna. Loforð þeirra var innköllun, sem skyldi gerast á að hámarki 20 árum, en niðurstaðan er að útgerðinni skulu afhent að lágmarki 85% af auðlindinni til 23 ára, til að byrja með. Þetta er gert með þeirri sjónhverfingu að verið sé að innkalla allan kvótann á einu bretti, en svo er honum auðvitað úthlutað aftur til sömu manna, til 23 ára í stað eins árs líkt og nú er. Þetta skal gert með samningum, þannig að eignarréttarleg staða útgerðarmanna yfir auðlindinni verður í raun sterkari en nokkru sinni fyrr. Það mun nefnilega ekki vera mögulegt að afturkalla gerninginn þegar búið er að skrifa undir, nema auðvitað með því að útgerðinni verði greiddar fullar bætur fyrir, hundraða milljarða gjöf úr vösum alls íslensks almennings. Það augljósa svigrúm til breytinga sem til staðar er í dag verður með þessu afnumið, en útgerðarmönnum afhent auðlindin endanlega, enda munu samningarnir síðan verða framlengdir aftur og aftur, út í hið óendanlega. Almennir launþegar munu verða fórnarlömb ofbeldis LÍÚ í kjaraviðræðum næstu aldirnar; fái það ekki að halda kvótanum verða engir kjarasamningar. Lausnin sem er á borðinu gæti því eins hafa verið samin á skrifstofu LÍÚ. Loforð ríkisstjórnarflokkanna var að brugðist yrði við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, „m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun [kvótans] og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind“. Álit Mannréttindanefndarinnar (MNSÞ) er kýrskýrt; úthlutunarmátinn er ekki talinn standast jafnréttisákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (sem er samhljóða 65. gr. stjórnarskrár Íslands). MNSÞ krefst þess að jafnræðis verði gætt við úthlutunina og að ákveðnum mönnum sé ekki úthlutað langtímaaðgangi að auðlindinni andstætt hagsmunum annarra. Augljóst er að MNSÞ átti þar við aðgang að allri auðlindinni; ekki dugar að jafnræðis sé gætt við úthlutun á 10-15%, en að þröngur hópur manna fái rest. Augljóst er að ríkisstjórnin lítilsvirðir Mannréttindanefnd SÞ með frumvarpinu. Augljóst er að enginn stjórnarþingmaður getur svarað því með haldbærum rökum hvernig frumvarpið komi til móts við álit MNSÞ eða samrýmist reglum stjórnarskrárinnar. Líkt og grundvallarreglur samfélagsins séu aukaatriði. Á það eftir að gagnast okkur að fá nýja stjórnarskrá þegar stjórnvöld fara hvort eð er ekki eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum nú þegar? Hvers vegna erum við aðilar að alþjóðlegum mannréttindasáttmála sem við förum ekki eftir? Það sem er hins vegar ekki eins augljóst er hvers vegna þú, ráðherra mannréttindamála, hefur ekki hlutast til um að gerð sé úttekt á því hvort kvótafrumvarpið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í áliti MNSÞ. Fjármálaráðuneytið var fljótt til og kom með ábendingu um að frumvarpið kynni að öðru leyti að fara í bága við stjórnarskrána. En það heyrist ekkert í þér þrátt fyrir að mannréttindin sem þér ber að verja séu helgustu réttindi einstaklingsins. Ríkisstjórnin er fljót til að benda á að frumvarpið sé í bága við stjórnarskrána að öðru leyti en því sem snertir mannréttindi hins almenna borgara. En þú ert þögull sem gröfin. Hefur þú, Ögmundur Jónasson, líkt og skylda þín er, látið fara fram úttekt á því hvort umrædd lagasetning standist ákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (og komi þar með til móts við álit Mannréttindanefndar SÞ)? Hefur þú sent Mannréttindanefndinni afrit af þessum hugmyndum þínum og samráðherra þinna um breytingu á úthlutunarmáta fiskveiðiheimilda og lagt fyrir þá spurninguna; Uppfylla þessar breytingar kröfur Mannréttindanefndarinnar? Hafir þú ekki brugðist við samkvæmt ofangreindu, þá krefst ég tafarlausrar afsagnar þinnar. Maður sem gefur skít í mannréttindavernd, ekki síst þegar kemur að hinum helgustu réttindum einstaklingsins til athafna og að njóta jafnræðis, hlýtur enda að hafa með öllu fyrirgert rétti sínum til setu sem ráðherra mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú ráðgera ríkisstjórnarflokkarnir framtíðarráðstöfun á sameiginlegri auðlind okkar landsmanna. Loforð þeirra var innköllun, sem skyldi gerast á að hámarki 20 árum, en niðurstaðan er að útgerðinni skulu afhent að lágmarki 85% af auðlindinni til 23 ára, til að byrja með. Þetta er gert með þeirri sjónhverfingu að verið sé að innkalla allan kvótann á einu bretti, en svo er honum auðvitað úthlutað aftur til sömu manna, til 23 ára í stað eins árs líkt og nú er. Þetta skal gert með samningum, þannig að eignarréttarleg staða útgerðarmanna yfir auðlindinni verður í raun sterkari en nokkru sinni fyrr. Það mun nefnilega ekki vera mögulegt að afturkalla gerninginn þegar búið er að skrifa undir, nema auðvitað með því að útgerðinni verði greiddar fullar bætur fyrir, hundraða milljarða gjöf úr vösum alls íslensks almennings. Það augljósa svigrúm til breytinga sem til staðar er í dag verður með þessu afnumið, en útgerðarmönnum afhent auðlindin endanlega, enda munu samningarnir síðan verða framlengdir aftur og aftur, út í hið óendanlega. Almennir launþegar munu verða fórnarlömb ofbeldis LÍÚ í kjaraviðræðum næstu aldirnar; fái það ekki að halda kvótanum verða engir kjarasamningar. Lausnin sem er á borðinu gæti því eins hafa verið samin á skrifstofu LÍÚ. Loforð ríkisstjórnarflokkanna var að brugðist yrði við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, „m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun [kvótans] og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind“. Álit Mannréttindanefndarinnar (MNSÞ) er kýrskýrt; úthlutunarmátinn er ekki talinn standast jafnréttisákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (sem er samhljóða 65. gr. stjórnarskrár Íslands). MNSÞ krefst þess að jafnræðis verði gætt við úthlutunina og að ákveðnum mönnum sé ekki úthlutað langtímaaðgangi að auðlindinni andstætt hagsmunum annarra. Augljóst er að MNSÞ átti þar við aðgang að allri auðlindinni; ekki dugar að jafnræðis sé gætt við úthlutun á 10-15%, en að þröngur hópur manna fái rest. Augljóst er að ríkisstjórnin lítilsvirðir Mannréttindanefnd SÞ með frumvarpinu. Augljóst er að enginn stjórnarþingmaður getur svarað því með haldbærum rökum hvernig frumvarpið komi til móts við álit MNSÞ eða samrýmist reglum stjórnarskrárinnar. Líkt og grundvallarreglur samfélagsins séu aukaatriði. Á það eftir að gagnast okkur að fá nýja stjórnarskrá þegar stjórnvöld fara hvort eð er ekki eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum nú þegar? Hvers vegna erum við aðilar að alþjóðlegum mannréttindasáttmála sem við förum ekki eftir? Það sem er hins vegar ekki eins augljóst er hvers vegna þú, ráðherra mannréttindamála, hefur ekki hlutast til um að gerð sé úttekt á því hvort kvótafrumvarpið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í áliti MNSÞ. Fjármálaráðuneytið var fljótt til og kom með ábendingu um að frumvarpið kynni að öðru leyti að fara í bága við stjórnarskrána. En það heyrist ekkert í þér þrátt fyrir að mannréttindin sem þér ber að verja séu helgustu réttindi einstaklingsins. Ríkisstjórnin er fljót til að benda á að frumvarpið sé í bága við stjórnarskrána að öðru leyti en því sem snertir mannréttindi hins almenna borgara. En þú ert þögull sem gröfin. Hefur þú, Ögmundur Jónasson, líkt og skylda þín er, látið fara fram úttekt á því hvort umrædd lagasetning standist ákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (og komi þar með til móts við álit Mannréttindanefndar SÞ)? Hefur þú sent Mannréttindanefndinni afrit af þessum hugmyndum þínum og samráðherra þinna um breytingu á úthlutunarmáta fiskveiðiheimilda og lagt fyrir þá spurninguna; Uppfylla þessar breytingar kröfur Mannréttindanefndarinnar? Hafir þú ekki brugðist við samkvæmt ofangreindu, þá krefst ég tafarlausrar afsagnar þinnar. Maður sem gefur skít í mannréttindavernd, ekki síst þegar kemur að hinum helgustu réttindum einstaklingsins til athafna og að njóta jafnræðis, hlýtur enda að hafa með öllu fyrirgert rétti sínum til setu sem ráðherra mannréttindamála.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar