Opið bréf til mannréttindaráðherra Þórður Már Jónsson skrifar 1. júní 2011 06:00 Nú ráðgera ríkisstjórnarflokkarnir framtíðarráðstöfun á sameiginlegri auðlind okkar landsmanna. Loforð þeirra var innköllun, sem skyldi gerast á að hámarki 20 árum, en niðurstaðan er að útgerðinni skulu afhent að lágmarki 85% af auðlindinni til 23 ára, til að byrja með. Þetta er gert með þeirri sjónhverfingu að verið sé að innkalla allan kvótann á einu bretti, en svo er honum auðvitað úthlutað aftur til sömu manna, til 23 ára í stað eins árs líkt og nú er. Þetta skal gert með samningum, þannig að eignarréttarleg staða útgerðarmanna yfir auðlindinni verður í raun sterkari en nokkru sinni fyrr. Það mun nefnilega ekki vera mögulegt að afturkalla gerninginn þegar búið er að skrifa undir, nema auðvitað með því að útgerðinni verði greiddar fullar bætur fyrir, hundraða milljarða gjöf úr vösum alls íslensks almennings. Það augljósa svigrúm til breytinga sem til staðar er í dag verður með þessu afnumið, en útgerðarmönnum afhent auðlindin endanlega, enda munu samningarnir síðan verða framlengdir aftur og aftur, út í hið óendanlega. Almennir launþegar munu verða fórnarlömb ofbeldis LÍÚ í kjaraviðræðum næstu aldirnar; fái það ekki að halda kvótanum verða engir kjarasamningar. Lausnin sem er á borðinu gæti því eins hafa verið samin á skrifstofu LÍÚ. Loforð ríkisstjórnarflokkanna var að brugðist yrði við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, „m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun [kvótans] og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind“. Álit Mannréttindanefndarinnar (MNSÞ) er kýrskýrt; úthlutunarmátinn er ekki talinn standast jafnréttisákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (sem er samhljóða 65. gr. stjórnarskrár Íslands). MNSÞ krefst þess að jafnræðis verði gætt við úthlutunina og að ákveðnum mönnum sé ekki úthlutað langtímaaðgangi að auðlindinni andstætt hagsmunum annarra. Augljóst er að MNSÞ átti þar við aðgang að allri auðlindinni; ekki dugar að jafnræðis sé gætt við úthlutun á 10-15%, en að þröngur hópur manna fái rest. Augljóst er að ríkisstjórnin lítilsvirðir Mannréttindanefnd SÞ með frumvarpinu. Augljóst er að enginn stjórnarþingmaður getur svarað því með haldbærum rökum hvernig frumvarpið komi til móts við álit MNSÞ eða samrýmist reglum stjórnarskrárinnar. Líkt og grundvallarreglur samfélagsins séu aukaatriði. Á það eftir að gagnast okkur að fá nýja stjórnarskrá þegar stjórnvöld fara hvort eð er ekki eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum nú þegar? Hvers vegna erum við aðilar að alþjóðlegum mannréttindasáttmála sem við förum ekki eftir? Það sem er hins vegar ekki eins augljóst er hvers vegna þú, ráðherra mannréttindamála, hefur ekki hlutast til um að gerð sé úttekt á því hvort kvótafrumvarpið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í áliti MNSÞ. Fjármálaráðuneytið var fljótt til og kom með ábendingu um að frumvarpið kynni að öðru leyti að fara í bága við stjórnarskrána. En það heyrist ekkert í þér þrátt fyrir að mannréttindin sem þér ber að verja séu helgustu réttindi einstaklingsins. Ríkisstjórnin er fljót til að benda á að frumvarpið sé í bága við stjórnarskrána að öðru leyti en því sem snertir mannréttindi hins almenna borgara. En þú ert þögull sem gröfin. Hefur þú, Ögmundur Jónasson, líkt og skylda þín er, látið fara fram úttekt á því hvort umrædd lagasetning standist ákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (og komi þar með til móts við álit Mannréttindanefndar SÞ)? Hefur þú sent Mannréttindanefndinni afrit af þessum hugmyndum þínum og samráðherra þinna um breytingu á úthlutunarmáta fiskveiðiheimilda og lagt fyrir þá spurninguna; Uppfylla þessar breytingar kröfur Mannréttindanefndarinnar? Hafir þú ekki brugðist við samkvæmt ofangreindu, þá krefst ég tafarlausrar afsagnar þinnar. Maður sem gefur skít í mannréttindavernd, ekki síst þegar kemur að hinum helgustu réttindum einstaklingsins til athafna og að njóta jafnræðis, hlýtur enda að hafa með öllu fyrirgert rétti sínum til setu sem ráðherra mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú ráðgera ríkisstjórnarflokkarnir framtíðarráðstöfun á sameiginlegri auðlind okkar landsmanna. Loforð þeirra var innköllun, sem skyldi gerast á að hámarki 20 árum, en niðurstaðan er að útgerðinni skulu afhent að lágmarki 85% af auðlindinni til 23 ára, til að byrja með. Þetta er gert með þeirri sjónhverfingu að verið sé að innkalla allan kvótann á einu bretti, en svo er honum auðvitað úthlutað aftur til sömu manna, til 23 ára í stað eins árs líkt og nú er. Þetta skal gert með samningum, þannig að eignarréttarleg staða útgerðarmanna yfir auðlindinni verður í raun sterkari en nokkru sinni fyrr. Það mun nefnilega ekki vera mögulegt að afturkalla gerninginn þegar búið er að skrifa undir, nema auðvitað með því að útgerðinni verði greiddar fullar bætur fyrir, hundraða milljarða gjöf úr vösum alls íslensks almennings. Það augljósa svigrúm til breytinga sem til staðar er í dag verður með þessu afnumið, en útgerðarmönnum afhent auðlindin endanlega, enda munu samningarnir síðan verða framlengdir aftur og aftur, út í hið óendanlega. Almennir launþegar munu verða fórnarlömb ofbeldis LÍÚ í kjaraviðræðum næstu aldirnar; fái það ekki að halda kvótanum verða engir kjarasamningar. Lausnin sem er á borðinu gæti því eins hafa verið samin á skrifstofu LÍÚ. Loforð ríkisstjórnarflokkanna var að brugðist yrði við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, „m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun [kvótans] og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind“. Álit Mannréttindanefndarinnar (MNSÞ) er kýrskýrt; úthlutunarmátinn er ekki talinn standast jafnréttisákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (sem er samhljóða 65. gr. stjórnarskrár Íslands). MNSÞ krefst þess að jafnræðis verði gætt við úthlutunina og að ákveðnum mönnum sé ekki úthlutað langtímaaðgangi að auðlindinni andstætt hagsmunum annarra. Augljóst er að MNSÞ átti þar við aðgang að allri auðlindinni; ekki dugar að jafnræðis sé gætt við úthlutun á 10-15%, en að þröngur hópur manna fái rest. Augljóst er að ríkisstjórnin lítilsvirðir Mannréttindanefnd SÞ með frumvarpinu. Augljóst er að enginn stjórnarþingmaður getur svarað því með haldbærum rökum hvernig frumvarpið komi til móts við álit MNSÞ eða samrýmist reglum stjórnarskrárinnar. Líkt og grundvallarreglur samfélagsins séu aukaatriði. Á það eftir að gagnast okkur að fá nýja stjórnarskrá þegar stjórnvöld fara hvort eð er ekki eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum nú þegar? Hvers vegna erum við aðilar að alþjóðlegum mannréttindasáttmála sem við förum ekki eftir? Það sem er hins vegar ekki eins augljóst er hvers vegna þú, ráðherra mannréttindamála, hefur ekki hlutast til um að gerð sé úttekt á því hvort kvótafrumvarpið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í áliti MNSÞ. Fjármálaráðuneytið var fljótt til og kom með ábendingu um að frumvarpið kynni að öðru leyti að fara í bága við stjórnarskrána. En það heyrist ekkert í þér þrátt fyrir að mannréttindin sem þér ber að verja séu helgustu réttindi einstaklingsins. Ríkisstjórnin er fljót til að benda á að frumvarpið sé í bága við stjórnarskrána að öðru leyti en því sem snertir mannréttindi hins almenna borgara. En þú ert þögull sem gröfin. Hefur þú, Ögmundur Jónasson, líkt og skylda þín er, látið fara fram úttekt á því hvort umrædd lagasetning standist ákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (og komi þar með til móts við álit Mannréttindanefndar SÞ)? Hefur þú sent Mannréttindanefndinni afrit af þessum hugmyndum þínum og samráðherra þinna um breytingu á úthlutunarmáta fiskveiðiheimilda og lagt fyrir þá spurninguna; Uppfylla þessar breytingar kröfur Mannréttindanefndarinnar? Hafir þú ekki brugðist við samkvæmt ofangreindu, þá krefst ég tafarlausrar afsagnar þinnar. Maður sem gefur skít í mannréttindavernd, ekki síst þegar kemur að hinum helgustu réttindum einstaklingsins til athafna og að njóta jafnræðis, hlýtur enda að hafa með öllu fyrirgert rétti sínum til setu sem ráðherra mannréttindamála.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun