Tökum afstöðu og segjum já Stefán Einar Stefánsson og Ásta Rut Jónasdóttir skrifar 21. maí 2011 09:00 Ásta Rut Jónasdóttir varaformaður VR Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamninga VR eftir langar og erfiðar samningaviðræður. Tekist var á af hörku um hvert atriði samninganna og á stundum virtist hvorki ganga né reka. Að okkar mati gengu Samtök atvinnulífsins, með útvegsmenn í broddi fylkingar, allt of langt í þeirri hugmyndafræði sem þeir byggðu á og vinnubrögðunum sem þeir beittu. Sveigjanleiki er aðall góðrar samningatækni, en lítið fór fyrir honum af þeirra hálfu. Undir vor var komið að því að brýna verkfallsvopnið sem legið hefur óhreyft af hálfu VR síðan árið 1988. Launþegar höfðu fengið nóg af yfirgangi atvinnurekenda og verkföll vofðu yfir. Að lokum sættust aðilar á málalok og kjarasamningar eru komnir í höfn. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt og allir voru sammála um að brýnasta verkefnið væri að viðhalda stöðugleikanum og tryggja stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við fengum ekki allar okkar óskir uppfylltar með þessum kjarasamningum en með samþykkt þeirra leggjum við okkar af mörkum til að skapa betri lífskjör. Samningarnir fela í sér talsverðar kjarabætur fyrir félagsmenn VR en ættu þó ekki að hleypa öllu verðlagi upp, ef rétt er á málum haldið. En það eru ekki bara launamenn sem að þessum samningum standa. Stjórnvöld þurfa að hleypa krafti í framkvæmdir og leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir því að atvinnulífið blómstri. Atvinnurekendur þurfa að koma til móts við launþega með sameiginlegu átaki í atvinnumálum. Helstu ávinningar nýrra samninga eru sem hér segir: n Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%. Eingreiðsla að upphæð 50.000 krónur kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu. n Sérstök áhersla verður á hækkun lægstu launa og hækkar lágmarkstekjutrygging um allt að 23,6%. n Persónuafsláttur verður verðtryggður frá og með næstu áramótum. Auk þess verður lagður grunnur að jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna með markvissum hætti á árunum 2014-2020 en hér er um að ræða eitt mikilvægasta réttindamál launafólks um áratuga skeið. n Blásið verður til sóknar í atvinnulífinu með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi, m.a. með ýmsum aðgerðum til að treysta stöðu nýsköpunar og þekkingargreina og iðnaðar. n Átak verður sett af stað í þjónustu við atvinnuleitendur á vegum stéttarfélaganna og lögð áhersla á að auka framboð á menntun bæði fyrir yngra fólk og þá sem komnir eru af skólaaldri. n Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga fá hliðstæða hækkun og þeir sem eru á lægstu töxtum. Hækkun framlaga til Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa tryggir launafólki rétt í fæðingarorlofi og launatap í gjaldþrotum fyrirtækja. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Þeir samningar sem við göngum nú til kosninga um geta markað upphaf nýrra tíma, tíma stöðugleika og uppbyggingar í stað stöðnunar og niðurrifs. Þess vegna hvetjum við félagsmenn VR til að kynna sér efni samninganna og taka afstöðu í atkvæðagreiðslunni. Á heimasíðu félagsins, www.vr.is, má finna ítarlega umfjöllun um báða samninga félagsins en framtíð þeirra liggur í höndum okkar, félagsmanna VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ásta Rut Jónasdóttir varaformaður VR Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamninga VR eftir langar og erfiðar samningaviðræður. Tekist var á af hörku um hvert atriði samninganna og á stundum virtist hvorki ganga né reka. Að okkar mati gengu Samtök atvinnulífsins, með útvegsmenn í broddi fylkingar, allt of langt í þeirri hugmyndafræði sem þeir byggðu á og vinnubrögðunum sem þeir beittu. Sveigjanleiki er aðall góðrar samningatækni, en lítið fór fyrir honum af þeirra hálfu. Undir vor var komið að því að brýna verkfallsvopnið sem legið hefur óhreyft af hálfu VR síðan árið 1988. Launþegar höfðu fengið nóg af yfirgangi atvinnurekenda og verkföll vofðu yfir. Að lokum sættust aðilar á málalok og kjarasamningar eru komnir í höfn. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt og allir voru sammála um að brýnasta verkefnið væri að viðhalda stöðugleikanum og tryggja stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við fengum ekki allar okkar óskir uppfylltar með þessum kjarasamningum en með samþykkt þeirra leggjum við okkar af mörkum til að skapa betri lífskjör. Samningarnir fela í sér talsverðar kjarabætur fyrir félagsmenn VR en ættu þó ekki að hleypa öllu verðlagi upp, ef rétt er á málum haldið. En það eru ekki bara launamenn sem að þessum samningum standa. Stjórnvöld þurfa að hleypa krafti í framkvæmdir og leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir því að atvinnulífið blómstri. Atvinnurekendur þurfa að koma til móts við launþega með sameiginlegu átaki í atvinnumálum. Helstu ávinningar nýrra samninga eru sem hér segir: n Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%. Eingreiðsla að upphæð 50.000 krónur kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu. n Sérstök áhersla verður á hækkun lægstu launa og hækkar lágmarkstekjutrygging um allt að 23,6%. n Persónuafsláttur verður verðtryggður frá og með næstu áramótum. Auk þess verður lagður grunnur að jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna með markvissum hætti á árunum 2014-2020 en hér er um að ræða eitt mikilvægasta réttindamál launafólks um áratuga skeið. n Blásið verður til sóknar í atvinnulífinu með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi, m.a. með ýmsum aðgerðum til að treysta stöðu nýsköpunar og þekkingargreina og iðnaðar. n Átak verður sett af stað í þjónustu við atvinnuleitendur á vegum stéttarfélaganna og lögð áhersla á að auka framboð á menntun bæði fyrir yngra fólk og þá sem komnir eru af skólaaldri. n Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga fá hliðstæða hækkun og þeir sem eru á lægstu töxtum. Hækkun framlaga til Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa tryggir launafólki rétt í fæðingarorlofi og launatap í gjaldþrotum fyrirtækja. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Þeir samningar sem við göngum nú til kosninga um geta markað upphaf nýrra tíma, tíma stöðugleika og uppbyggingar í stað stöðnunar og niðurrifs. Þess vegna hvetjum við félagsmenn VR til að kynna sér efni samninganna og taka afstöðu í atkvæðagreiðslunni. Á heimasíðu félagsins, www.vr.is, má finna ítarlega umfjöllun um báða samninga félagsins en framtíð þeirra liggur í höndum okkar, félagsmanna VR.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar