Lífið

Nýtt Hollywood-par

Ný ást? Leonardo DiCaprio og Blake Lively hafa sést ítrekað saman eftir að DiCaprio hætti með kærustu sinni, Bar Refaeli.nordicphotos/getty
Ný ást? Leonardo DiCaprio og Blake Lively hafa sést ítrekað saman eftir að DiCaprio hætti með kærustu sinni, Bar Refaeli.nordicphotos/getty
Stórleikarinn Leonardo DiCaprio sleit nýverið sambandi sínu við fyrirsætuna Bar Refaeli. Svo virðist sem DiCaprio hafi verið fljótur að finna ástina á ný því hann er orðaður við Gossip Girl stjörnuna Blake Lively.

Aðeins nokkrum vikum eftir að sambandsslit DiCaprio voru opinberuð sást hann í Cannes með Lively. „Hún var hvítklædd og hann var með derhúfu. Þau virtust vera par,“ var haft eftir sjónarvotti. Í vikunni birtust myndir af leikurunum þar sem þau voru í faðmlögum á skútu einni í Cannes.

Í janúar á þessu ári birtu ýmis göturit fréttir af því að DiCaprio og Lively hefðu daðrað duglega við hvort annað í afmæli leikarans Jeremy Renner.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.