Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur 21. maí 2011 21:11 Fremstu menn á morgun, Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton. Webber náði besta tíma í dag í tímatökum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira