Kvað lyfin flest í eigu draughræddrar konu 3. nóvember 2011 09:15 Júlíus segist aldrei hafa átt kókaín. Útlendir múrarar hljóti að hafa skilið það eftir á heimili hans.Fréttablaðið/valli Júlíus Þorbergsson kaupmaður, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, kvaðst fyrir dómi í gær aldrei hafa selt lyfseðilsskyld lyf úr verslun sinni við Rauðarárstíg. Lögreglan handtók Júlíus í fyrrasumar og lokaði Draumnum. Í versluninni og á tveimur öðrum stöðum í höfuðborginni fundust rúmlega þúsund skammtar af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem Júlíus var síðan ákærður fyrir að hafa ætlað að selja í verslun sinni. Þetta segir Júlíus af og frá. Þorra lyfjanna hafi hann haft til geymslu fyrir kunningjakonu sína, sem nú sé látin. „Hún var farin að sjá einhverja drauga sem voru að labba í íbúðinni hjá henni,“ sagði Júlíus. „Hún var búin að fá sér „security“-kerfi og þeir voru farnir að fara fram hjá því – einhverjir ósýnilegir menn.“ Af þessum sökum hafi hún talið nauðsynlegt að losna við lyfin. Hún hafi sent þau til hans í pokum, en hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir hefðu að geyma. Sækjandi spurði Júlíus hvers vegna hann hafi ekki snúið sér til lögreglunnar þegar hann fékk í hendur slíkt magn lyfja. „Ef maður er beðinn um að geyma eitthvað þá fer maður ekki með það til lögreglunnar,“ sagði Júlíus. Tvær konur hafa borið hjá lögreglu að Júlíus hafi selt þeim lyf. Hvorug þeirra kom fyrir réttinn í gær. Júlíus sagðist þekkja aðra þeirra en hann vissi ekki hvað þeim gengi til með að bera á hann þessar sakir. „Það er kannski bara illkvittni,“ stakk hann upp á. Júlíus er jafnframt ákærður fyrir að selja nef- og munntóbak, en hjá honum fundust rétt tæplega 2.000 dósir af slíku tóbaki. Hann gengst við því. „Maður hugsar ekkert út í það,“ sagði hann, spurður hvort hann hefði gert sér grein fyrir því að það væri ólöglegt. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Júlíusar, spurði hann hverjir hefðu verið helstu kaupendurnir að slíku tóbaki. „Þjónar ríkisins, fyrst og fremst,“ svaraði Júlíus. Inntur eftir því hverjir það væru sagðist hann eiga við lögreglumenn. Á heimili Júlíusar fannst 21 gramm af kókaíni sem honum er gert að sök að hafa ætlað að selja. „Ég hef aldrei átt kókaín – aldrei nokkurn tímann,“ staðhæfði Júlíus, og gat sér þess til að erlendir múrarar, sem hefðu dvalist í húsinu um skeið, hlytu að hafa skilið það eftir. Að síðustu er Júlíus ákærður fyrir peningaþvætti. Í fórum hans fannst jafnvirði á elleftu milljónar króna sem ákæruvaldið telur ávinning af ólöglegri starfsemi og vill gera upptækt. Júlíus sagði féð hafa verið geymt í rykfallinni tösku undir rúmi og hefði verið þar árum saman. Það væri afrakstur lögmætrar vinnu hans til áratuga. Aðalmeðferðinni verður fram haldið þegar næst í nauðsynleg vitni. stigur@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Júlíus Þorbergsson kaupmaður, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, kvaðst fyrir dómi í gær aldrei hafa selt lyfseðilsskyld lyf úr verslun sinni við Rauðarárstíg. Lögreglan handtók Júlíus í fyrrasumar og lokaði Draumnum. Í versluninni og á tveimur öðrum stöðum í höfuðborginni fundust rúmlega þúsund skammtar af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem Júlíus var síðan ákærður fyrir að hafa ætlað að selja í verslun sinni. Þetta segir Júlíus af og frá. Þorra lyfjanna hafi hann haft til geymslu fyrir kunningjakonu sína, sem nú sé látin. „Hún var farin að sjá einhverja drauga sem voru að labba í íbúðinni hjá henni,“ sagði Júlíus. „Hún var búin að fá sér „security“-kerfi og þeir voru farnir að fara fram hjá því – einhverjir ósýnilegir menn.“ Af þessum sökum hafi hún talið nauðsynlegt að losna við lyfin. Hún hafi sent þau til hans í pokum, en hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir hefðu að geyma. Sækjandi spurði Júlíus hvers vegna hann hafi ekki snúið sér til lögreglunnar þegar hann fékk í hendur slíkt magn lyfja. „Ef maður er beðinn um að geyma eitthvað þá fer maður ekki með það til lögreglunnar,“ sagði Júlíus. Tvær konur hafa borið hjá lögreglu að Júlíus hafi selt þeim lyf. Hvorug þeirra kom fyrir réttinn í gær. Júlíus sagðist þekkja aðra þeirra en hann vissi ekki hvað þeim gengi til með að bera á hann þessar sakir. „Það er kannski bara illkvittni,“ stakk hann upp á. Júlíus er jafnframt ákærður fyrir að selja nef- og munntóbak, en hjá honum fundust rétt tæplega 2.000 dósir af slíku tóbaki. Hann gengst við því. „Maður hugsar ekkert út í það,“ sagði hann, spurður hvort hann hefði gert sér grein fyrir því að það væri ólöglegt. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Júlíusar, spurði hann hverjir hefðu verið helstu kaupendurnir að slíku tóbaki. „Þjónar ríkisins, fyrst og fremst,“ svaraði Júlíus. Inntur eftir því hverjir það væru sagðist hann eiga við lögreglumenn. Á heimili Júlíusar fannst 21 gramm af kókaíni sem honum er gert að sök að hafa ætlað að selja. „Ég hef aldrei átt kókaín – aldrei nokkurn tímann,“ staðhæfði Júlíus, og gat sér þess til að erlendir múrarar, sem hefðu dvalist í húsinu um skeið, hlytu að hafa skilið það eftir. Að síðustu er Júlíus ákærður fyrir peningaþvætti. Í fórum hans fannst jafnvirði á elleftu milljónar króna sem ákæruvaldið telur ávinning af ólöglegri starfsemi og vill gera upptækt. Júlíus sagði féð hafa verið geymt í rykfallinni tösku undir rúmi og hefði verið þar árum saman. Það væri afrakstur lögmætrar vinnu hans til áratuga. Aðalmeðferðinni verður fram haldið þegar næst í nauðsynleg vitni. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira